Thursday 27 March 2008

Páskarnir búnir

Sem er alveg ljómandi gott... Þessa 5 daga gúffaði ég í mig eins og það væri enginn morgundagur... Og ojjbarasta hvað ég var útblásin á þriðjudagsmorguninn! Ég á sossum enga vigt, og veit ekki hvort ég hef þyngst, en vonandi rennur það nú af aftur í "venjubundnu" mataræði. Svo erum við flutt aftur heim, og nýja eldhúsið komið í gagnið, svo nú duga engar afsakanir!!!
Gærdagurinn var fínn matarlega séð, og ég lyfti líka vel á efri hluta. Ég kemst ekki í ræktina í dag (vinna til amk kl. 20 í kvöld) en mataræðið á að vera svona:
08:00 Hafragrautur
10:00 Epli
12:00 E-ð á hádegisverðarfundi sem ég fer á... Vonandi get ég fengið e-ð hollt
15:30 Myoplex lite drykkur
20:30 Eggjakaka

Verð á fundi milli kl. 16 og 20, veit ekki hvort nokkuð almennilegt verður í boði (venjulega bara kex og kaffi sko...) svo að ég held að ég geymi bara kvöldmatinn þar til um kvöldið :-)

Knús á liðið,
Glóin

1 comment:

Anonymous said...

Njóttu nýja eldhússins. :)