Wednesday 23 April 2008

Allt í gír

Fínn gærdagur, og só far góður dagur í dag :-) Komst að vísu ekki í aukabrennsluna í gær (of þreytt) en mataræðið var tipp topp.
Dagurinn í dag er svona:
07:00 Polar extrem með 17% osti og sykurlausri sultu
10:00 banani
13:30 Kea skyr og 1/2 samloka með kjúklingaskinku og 17% osti
16:30 prótínbar
20:30 Hamborgarar (heimagrillaðir)

Er með grillboð í kvöld, og verð með alvöru hamborgara með fullt af grænmeti í boði :-)

Fór í ræktina í hádeginu og lyfti vel á neðri hluta... Gaman að því :-)
Glóin

Tuesday 22 April 2008

Tíðindalaust á fitupúkavígstöðvunum

Ég er enn mjög dugleg í ræktinni, og passa mataræðið :-)
Er enn að grennast og styrkjast, en léttist ekki :-( ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta alls ekki fyndið lengur. Komnar 14 vikur af "beisikklí" hollu mataræði og mikilli hreyfingu, án mikils árangurs. Auðvitað svindla ég inn á milli, en á svindldögununum fer ég kannski upp í 2000 kcal, sem ætti að vera "eðlileg" hitaeininganeysla fyrir manneskju eins og mig.
En það þýðir víst ekki að sýta þetta mikið, ég finn að mér líður mun betur og er hraustari og í betra formi en áður, og ég lít miklu betur út.
Nýja planið mitt er að bæta við brennsluna, ætla að bæta við amk 30 mín brennslu á hverju kvöldi. Það fer þá í 90 mín brennslu á "brennsludögum" (þri, fim, fös) sem vonandi skilar e-u :-)
Glóin