Tuesday 22 January 2008

Upphafsmæling

Ómæ... Það var sossum eins og mig grunaði, ég var aðeins búin að bæta á mig frá síðustu vigtun...

En er nákvæmlega jafn þung og í september. Sem er minna en í ágúst ;-)

En tölurnar ljúga víst ekki, og nú er bara að taka á honum stóra sínum. Ég þarf að missa 12 kg til að komast í "mína" þyngd. Ég ætla að reyna að skipta þessu í e-r stig, t.d. hugsa ég að það sé mátulegt að reyna að missa 6 kg á þessum 12 vikum sem námskeiðið er. Það á alveg að takast, ef ég druslast til að gera þetta af viti.

Ég er alveg búin að móta planið í huganum, skrifa það niður þegar ég næ e-m botni í þetta bloggdót... Ég stefni svo á að komast í "fullswing" þegar ég byrja í nýju vinnunni, og kemst þar í ræktina á hverjum degi :-)

Annars fór ég í ræktina áðan og lyfti vel í "Hraðbrautinni" í Laugum. Ágætt að fara þar þegar maður hefur ekki mikinn tíma, tekur á öllum vöðvum, og tekur ca 35 mínútur að fara 3 hringi.

Mataræði dagsins er ca svona:
07:00 Polar extrem m. léttosti og sykurlausri sultu, te
10:00 Banani
13:00 Skyr.is drykkur og hrökkbrauðsneið m. léttum smurosti
15:30 Fátt um fína drætti í eldhúsinu í vinnunni... Líklega skyr samt
18:30 Mér er boðið í matarboð í kvöld, svo ég veit ekki alveg hvað verður í kvöldmatinn. Ég verð bara að reyna að borða skynsamlega af því sem í boði er :-)

Á morgun fer ég út að borða í hádeginu, á Vox. Stelpudúllurnar í vinnunni sem ég er að hætta í ætla að bjóða mér :-) Það er svoooo góður matur þar, og að mestu hollur (sushi, salat ofl...) en eftirréttirnir, OMG! Er að hugsa um að leyfa mér að smakka á Creme brulee inu aðeins, það er bara best í heimi :-) Verð þess vegna að brenna vel á móti!!!

Glóin

Monday 21 January 2008

ok, formlega orðin brjáluð út í blogger.com

Hvað af þessu blog-dóti virkar best? Ég get ekki skráð mig inn nema einstaka sinnum, og get ekkert breytt síðunni :-(
En ég er ekki dottin út úr átakinu samt ;-) Þarf bara að færa það.
Eníveis, síðasta vika tókst vel, fram á föstudag :-( Þá datt ég gjörsamlega í kolvetnin, brauð, pizza, brauð... Hef smá afsökun vegna mikils álags í vinnu og óreglulegs svefns, en auðvitað á ég ekki að leyfa mér að nota svoleiðis afsakanir. Helgin var ágæt, nokkur "svindl" á nammidaginn, en gærdagurinn mjög stabíll:
07:00 Polar extrem með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Appelsína
12:00 Boost, úr vanilluskyri, berjablöndu og hálfum banana
15:00 1/2 polar extrem með 4 sneiðum af kalkúnaskinku, sinnepi og tómat
19:00 Svínakótelettur marineraðar með soyasósu, appelsínum ofl., grillaðar á pönnu og bornar fram með kartöflum.

Hreyfing var af skornum skammti um helgina, nema í sleðadrætti ;-) Fór út að renna með strákunum á laugardag, og dró sleða endalaust oft upp brekkur...

Dagurinn í dag:
Kemst ekki í rækt, er að reyna að klára í gömlu vinnunni minni... en mataræðið:
07:00 polar extrem með osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Kea skyr
12:00 Salat með kjúkling
15:00 Hrökkbrauð, epli og kotasæla
18:30 Soðin ýsa og kartöflur, ásamt salati.

Á morgun fer ég í upphafsmælingu á námskeiðinu :-)

Glóin

Monday 14 January 2008

Ný vika og ný tækifæri

Tók vel á því um helgina, það er í átinu ;-) Hreyfingin varð hins vegar næstum engin... Ja, svona eins og hægt er að hreyfa sig ekki með 3 litla grísi í heimili.

Í dag byrja ég á nýju námskeiði. Þegar ég verð komin með upphafsmælingu þá set ég mér markmið og finn e-r verðlaun :-)

Þetta byrjar samt ekki mjög gæfulega því ég verð að skrópa á fyrsta fundinum... En svona er þetta bara stundum, þegar maður er með familíu og vinnu.

Matseðill dagsins skal vera:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:30 Skyrdós
12:30 Salat með túnfiski
15:00 Banani og hrökkbrauðssneið
19:00 Spagettí og hakk afgangur, með salati.
21:00 Melóna eða epli

Ef veðrið verður ekki þeim mun leiðinlegra þá ætla ég að reyna að komast aðeins út í labbitúr með vagninn, en sé annars ekki fram á að komast í ræktina í dag.
Fer samt fersk í fyrramálið, fyrir vinnu og stefni á að lyfta aðeins.
Glóin

Friday 11 January 2008

Föstudagur til f...

Vonandi ekki til fitu ;-)
Gærdagurinn gekk fínt :-) Smá breyting á matarplaninu, fékk s.s. lífræna súpu frá Gló í staðinn fyrir frá Manni lifandi. En hún var amk mjög góð og örugglega holl líka. Var svo á löngum fundu eftir hádegið og missti af kaffinu, svo það leið nokkuð langt milli hádegissúpu og kvöldsúpu.
Kvöldsnarlið varð svo vatnsmelóna.
Og ég fór út að skokka með mælinn góða :-) Á 40 mínútum sagði hann mig hafa brennt 300 kcal. Sem er bara ágætt :-) Og meðalpúlsinn var 142 sem er held ég ásættanlegt

Annars er allt í góðum gír :-) Að vísu er alltaf morgunkaffi í vinnunni á föstudögum, og þá ræðst á mig freistingin sem ég get ekki staðist: BRAUÐ
En ég fékk mér s.s. 3 (litlar) nýbakaðar brauðsneiðar með osti og sultu, og passaði mig sérlega vel að horfa fram hjá sætabrauðinu ;-) Með þessu drakk ég svo ávaxtasafa og te.

Restin af deginum á að vera svona:
10:30 banani
12:30 afgangur af fiskisúpu
15:00 Skyrdós
19:00 Heimasteiktir hamborgarar með grænmeti, sinnepi og léttmayo
Kvöldsnakk: Poppkorn og ávextir.

Ég kemst líklega ekkert í ræktina í dag (kallinn í aðgerð sem gerir hann óhæfann til barnfóstrustarfa næstu daga) en reyni e-ð að hreyfa mig á morgun.

Og á morgun er líka nammidagur :-)
Það kemur mér annars á óvart hve stuttan tíma það tekur að ná súkkulaðinu út úr systeminu, mig langar bara ekkert í þegar ég geng hér framhjá fullum konfektskálum :-)

En á nammidegi leyfi ég mér ýmislegt annað en nammi, s.s. smjör á brauð, rjóma í sósur og að borða eiginlega bara pasta og brauð ;-)

En þar til næst,
Kolvetnafíkillinn Gló

Thursday 10 January 2008

Fimmtudagur strax?

Og ég sem var rétt byrjuð á vikunni ;-)
En er annars í góðum gír.
Matseðill gærdagsins stóðst, fyrir utan að ég skipti út melónu fyrir 3 eplabita.

Ég fór líka í klukkutíma skokk um Fossvoginn í frábæru veðri :-) Komst að vísu að því að spangarbrjóstahaldarar og púlsmælar eiga ekki voða vel saman... Alla vegana neita ég að trúa því að púlsinn hjá mér hafi verið 195 slög ;-)

Í dag er prógrammið svona:

07:30 2 sneiðar af ristuðu hnetubrauði með osti og sykurlausri sultu, te
12:00 E-ð góðgæti á Manni lifandi
15:00 Skyr með vanillu
19:00 Fiskisúpa
21:00 Ávextir ef þörf krefur

Annars er líka brjálað að gera í vinnunni, sem er skemmtilegt :-)
Og ég stefni á annan skokkhring í Fossvoginum á eftir, og þá í spangarlausum haldara ;-)
Glóin

Wednesday 9 January 2008

Dagur tvö; punktur...

Nei, ég segi bara svona ;-)
Gærdagurinn gekk fínt :-) svona mataræðislega séð alla vegana...
Dagurinn í dag stefnir í góða átt, só far er komið:
8:30 2 grófar brauðsneiðar með osti og sultu, te og melónusneið (var á ráðstefnu)
10:30 mandarína og nokkrar litlar gulrætur og brokkólí
12:30 Tandorii kjúklingasúpa og smá salat m. kjúkling og kotasælu

Og það sem eftir er dagsins:
15:30 Afgangurinn af salatinu
19:00 baguette með eggjaköku
21:00 Vatnsmelóna ef nauðsyn ber til ;-)

Stefni á að nýta góða veðrið og fara með minnsta skottið mitt í göngutúr á meðan hin skottin eru á æfingu. Mæti svo ótrauð í ræktina í fyrramál :-)

Glóin

Tuesday 8 January 2008

Nýtt ár, nýtt blogg ;-)

Ójá, ég hef ekki sést mjööög lengi.
Átak haustsins gekk mjög vel framan af, og ég lauk næstum LFL áskoruninni. Í lok nóvember lenti ég hins vegar í vinnukrísu, og komst ekki í ræktina. Í framhaldinu fór mataræðið veg allrar veraldar, og svo lögðust jólin ofan á ;-)
En það þýðir ekki að sýta orðinn hlut!
Nú er bara að halda áfram í baráttunni. Ég ætla aftur á LFL námskeið og taka það af enn meiri krafti en í haust.
Markmiðið mitt er að fara niður um fatastærð, og þá ætla ég að láta það eftir mér að kaupa mér rándýra drakt, annað hvort í Donnu Karan eða Calvi ;-)
Hið eiginlega lfl átak byrjar á næsta mánudag (námskeiðið sko...) svo að ég ætla að nýta þessa viku til að koma mér í gírinn og ná súkkulaðinu burt.
Ég stefni á ræktina 3x í þessari viku, og göngutúra amk 2x. Fór í göngutúr á sunnudag, og í ræktina í gær. Kemst ekkert í dag, en ætti að komast á morgun.
Mataræðið verður líka í föstum skorðum að ég vona...
En dagurinn í dag verður svona:
07:00 Polar extrem brauð með osti og sykurlausri sultu
10:00 Banani og glas af appelsínusafa
12:00 Salat
15:00 Skyrdós
19:00 Kjúklingabringur og hrísgrjón

Bkv. Glóin aftur í gírnum