Thursday 28 February 2008

Ull barasta :-(

Ekki var það neinn léttingur :-(
Mér finnst ógó fúlt að léttast bara ekki þó að ég sé ógó dugleg í mataræði og hreyfingu :-/
Eeeeen jákvæðu punktarnir eru að ég missti 8 cm og 2 fitu%. Og er reyndar á blæðingum sem gæti skýrt að ég léttist ekkert. En nú er bara að halda ótrauð áfram :-) Ég finn alveg vöðvana stækka og að vöxturinn er að breytast, svo nú er um að gera að missa ekki móðinn :-)
Gærdagurinn var fínn æfingalega, og framan af matarlega ;-) Fór nebblega í saumaklúbb og smakkaði aðeins á gúmmulaðinu... En lét nammið og kökurnar vera
Matseðillinn var:
07:00 Polar extrem með osti og sultu
09:30 Mangó
12:30 skyr.is og samloka m. kjúklingaskinku og osti
15:30 1dl vanilluskyr, 1/2 dl. weetaflakes
18:30 eggjakaka úr 2 eggjum og 1 kartöflu, 1/2 polar extrem
21:30 Gullostur, og hollustueplakaka (epli, spelt, hrásykur, rúsínur) og ávextir

Hreyfningin var lyfting á efri hluta með þjálfaranum :-)

Í dag er maturinn svona:
07:00 Hafragrautur (3,5 dl) með léttmjólk
10:00 Skyr.is
12:30 salat, túnfiskur og kotasæla
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku
18:30 Soðin ýsa

Ætla að reyna að komast í brennslu seinni partinn, á meðan millistykkið mitt er í afmæli :-)
Sjáum bara hvernig það gengur ;-)
Bkv. Glóin

Tuesday 26 February 2008

Þriðjudagur :-)

Úff, komst ekkert í hreyfingu í gær... En var 100% í mataræðinu :-)
Mexicosúpan var ógó góð (og holl ;-)) og ég þurfti alveg að sitja á höndunum á mér til að fá mér ekki annan disk.
En svo fór ég í ræktina í morgun, og orbaði í 35 mínútur. Nokkuð fínt bara, hafði ekki meiri tíma vegna vinnunnar...
Mataræði dagsins:
09:00 polar extrem með osti
12:00 Salat, tómatar, gúrka og kalkúnaskinka
15:00 Mangó
18:30 Mexicósúpan góða ;-)

Svo er einkaþjálfun í hádeginu á morgun, og svo auðvitað vigtunin eftir hádegið :-)

Glóin í gírnum

Monday 25 February 2008

Loksins komin tímasetning á vigtun...

Fer sumsé á miðvikudag kl. 14:30.
Úff, ég fer bara strax að kvíða fyrir... Verð ógó fúl ef ég hef ekkert lést/fituminnkað/ummálsminnkað, því ég er búin að vera ógó dugleg... Þó ég segi sjálf frá.
Eníveis, vildi bara aðallega skrifa þetta niður svo ég muni sjálf eftir þessu ;-)
Ooooogg hádegismaturinn varð enn einu sinni samloka með skinku og osti :-( Setti að vísu kotasælu líka, og borðaði appelsínu með.
Líst vel á salathugmynd Dídíar, gallinn er bara að ég hef lítið ískápspláss hér í vinnunni fyrir hráefni og afskaplega takmarkaðan tíma til að útbúa svona á morgnana, þegar verið er að koma grísunum þremur af stað... En ég reyni ;-)
Glóin

Hugmyndasnauð...

Já, nú þarf ég e-ð að finna út úr mögulegum hádegisverðum... Þ.e. fyrir vinnuna. Ennþá mánuður í að mötuneytið opni, og ég er ekki með örbylgjuofn eða mixer hér í vinnunni. Þá minnka möguleikarnir slatta mikið sko ;-)
Það er alltaf boðið upp á brauð, álegg og skyr/jógúrt, en það er að mínu mati alveg komið nóg af samlokum með skinku og osti ;-)

Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig... Fór í pizzuna á föstudaginn (greinilega engin staðfesta sko...) og fékk mér meira að segja eina súkkulaðikökusneið á eftir. En það þýðir ekki að sýta það.
Tók svo nammidag með trompi á laugardaginn (er mjög góð í nammidögum sko...) en vaknaði aftur staðföst í gær.
Borðaði helst til strjált og lítið yfir daginn, en bara hollustu :-)
Endaði með að vera að vinna á fótboltamóti meira og minna allan daginn í gær, svo ég hef nú örugglega brennt slatta þó ekki væri um eiginlega rækt að ræða ;-)

En dagurinn í dag... Rækt þarf ég að troða inn á e-m punkti, veit bara ekki alveg hvar og hvenær... er alveg að kafna í vinnu nefnilega, og dedline á mörgum verkefnum í dag. Og hádegismaturinn er bara óráðinn. En annars er planið svona:

07:00 Polar extrem m. osti og sultu, te
10:00 skyr.is með jarðarberjum
12:00 E-ð gott og ekki óhollt...
15:00 appelsína og hrökkbrauðssneið m. kjúklingaskinku
18:30 Mexicosúpa

Er annars bjartsýn, kemst vonandi í viktun á morgun :-) Og ætla rétt að vona að vigtarfjandinn hafi e-ð látið segjast ;-)
Glóin

Friday 22 February 2008

Föstudagur enn á ný :-)

Og allt á brjálaðri siglingu ;-)
Það var veisla í vinnunni minni í gær, svo ég sleppti hrökkbrauðinu en fékk mér í staðin 2 kjúklingaspjót. Góð skipti að ég held, ekki kolvetni en fullt af prótíni :-)
Bjarni töframaður var að skemmta í veislunni og er bara massafyndinn ;-) Synirnir lágu amk í kasti, nema sá minnsti sem var skelfingu lostinn...

Var svo með kvöldverðarboð, og bauð upp á tortillas :-) Helling af grænmeti, grófar tortillur, magurt hakk, sýrðan og salsa. Amk ekki óhollt ;-)

Dreif mig svo í turninn í gærkvöldi og orbaði í 60 mín meðan ég horfði á Life. Soldið spes þáttur, gef honum samt örugglega sjens í amk 1 þátt enn ;-) Amk hefði ég ekki viljað láta Dexter flakka eftir að vera ekki alveg viss eftir fyrsta þátt ;-)
Magaæfingaðist líka, en ekkert voða mikið því ég er með svo miklar harðsperrur í maganum...

Dagurinn í dag verður ljómandi góður :-)
Fer að vísu á amk 2 fundi, en næ annars vonandi að vinna vel niður bunkann af verkefnum. Mæti í einkaþjálfun kl. 12:30 og tek neðri hluta :-) Hlakka bara til að fá sperrur í rassinn, svona til að tóna við sperrurnar í maganum frá því á miðvikudaginn.
Mataræðið á að vera svona:
07:00 polar extrem m. 17% osti og sultu
10:00 Skyr.is
14:00 Prótínshake
16:30 hrökkbrauð m. kjúllaskinku
19:00 Pizza... Ja eða sushi? ætla að reyna að draga fólkið í boðinu með mér í sushi át á meðan krakkarnir fá pizzu... sjáum hvernig það gengur ;-)
Á morgun er svo nammidagur :-) Ekkert sérstakt á planinu, nema þá snakk og nammi yfir Laugardagslögunum :-) Kallinn verður að vinna og ég verð með fullt hús af börnum í partýi ;-) Bara skemmtilegt!!!
Glóin

Thursday 21 February 2008

Fiskiveisla hvað...

Reyndi að kaupa fisk á fiskiveislu Nóatúns í gær... nema allur fiskurinn var uppseldur ;-) Ja, nema ýsa í raspi og fiskibollur... Svo að ég keypti ýsu í raspi. Borðaði bara lítið af henni og þeim mun meira grænmeti :-)

En dagurinn í dag er svona:
07:00 Polar extrem með sultu og osti
10:00 Skyr.is með bláberjum
12:00 Blómkálssúpa (lítið) og rauðspretta með hrísgrjónum og grænmeti (á fundi úti í bæ)
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku og kotasælu
18:30 Tortillas með hakki og grænmeti

Lítur allt í lagi út, og mér gengur ágætlega að bústa upp prótínið :-) Svo er líka fínt að fá fisk 2 daga í röð... Finnst fiskur æði, en borða hann ekki nógu oft þar sem synirnir vilja helst bara soðinn eða steiktan, enga rétti eða sollis gúmmulaði ;-)

Er með matarboð í kvöld, en ætla að reyna að fara og brenna aðeins í kvöld. Tékka á þessum nýja þætti á Skjá 1 og sjá hvort hann er ekki ágætur til brennsluáhorfs niðri í Turni ;-)

Hef ekkert "svindlað" undanfarnar 2 vikur, og finn hvað sykurþörfin minnkar hratt :-) Verð hins vegar í smá vandræðum annað kvöld þar sem ég fer í Pizzupartý (Dominos, ekki heimabakað :-/) sem telst víst varla hollt... Get eiginlega ekki skrópað, og yrði illa séð með nesti ;-)
Ówell, ég reyni bara að borða lítið!!!
Glóin

Wednesday 20 February 2008

Ótrúlegt að það sé strax kominn miðvikudagur!

Jæja, gærdagurinn breyttist töluvert frá plani... Ekki til hins verra endilega, en hann varð öðruvísi. Vinkona mín kom óvænt að heimsækja mig í hádeginu í gær, svo ég sleppti ræktinni og fór með henni og fékk mér kjúklingasúpu. Svo virðast synirnir haldnir e-m svakalegum sundáhuga þessa dagana, svo að við fórum aftur í sund í gær. Ég hlýt amk að hafa nýtt allmargar hitaeiningar í þessum kulda ;-).
S.s. hitaeiningarnar urðu svipað margar og áður var planað en hreyfingin minni.
Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 polar extrem brauð með osti og sultu, tebolli
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kotasælu og kjúklingaskinku
13:30 Hakkið góða (ja, eða ég vona amk að það sé enn gott ;-))
16:00 Skyr og banani
19:00 Soðin ýsa, kartöflur og grænmeti

Fer og hitti einkaþjálfarann í hádeginu, og lyfti á efri hluta :-)

Annars finnst mér ég vera að grennast... Vona bara innilega að það sé rétt hjá mér ;-) Það veitir amk ekki af að fötin fari að passa mér betur. Ég vona bara að það gerist sæmilega hratt núna, hef almennt átt ótrúlega erfitt með að missa e-r kíló, þó að ég borði "rétt" og æfi eins og hestur. En nú í vor ætla ég að halda upp á afmælið mitt í lok apríl með pompi og pragt, og eins er útskriftarafmæli úr menntaskóla í maí, svo ég SKAL vera komin í mína þyngd, eða amk nálægt henni á vordögum. Það eru 10 vikur í afmælið mitt, og þá væri ég ótrúlega til í að vera búin að ná af mér 6-7 kg. Reunionið er svo eftir 14 vikur, og þá væri fínt að vera búin að ná af 8-9 kvikindum... Síðustu 3-4 svo farin af þegar ég fer í sumarfrí um miðjan júlí. En ef þetta á að gerast þá verð ég að halda ótrúlega vel á spöðunum. Get það vel, hef gert það áður og hlýt að geta aftur...
Knús í bili, Glóin

Tuesday 19 February 2008

Gærdagurinn stóðst alveg :-)

Frekar ánægð með það sko. En djöfull er kallt í sundi!!! Hef ekki farið í sund ógó lengi, og var barasta að frjósa ef ég var ekki í pottinum ;-) Enda getur maður nú ekki synt mikið þegar maður er að fylgjast með 5 ára fjörkálfi sem heldur að hann sé syndur ;-)
Dagurinn í dag verður góður ;-)
Mataræðið:
07:00 Polar extrem brauð með osti og sultu (17% ostur, sykurlaus sulta) og tebolli
10:00 1/2 banani og skyr.is
13:30 afgangur af spagettíi (já, þetta er greinilega óendanlegt... )
16:00 Hrökkbrauð (2) með kotasælu og kjúklingaskinku
19:00 Skyr, ávextir og brauð

Það er s.s. ósk sonanna að hafa skyr og brauð í kvöldmatinn :-) Get alveg orðið við því svona einu sinni ;-)

Fer í ræktina í hádeginu, ætla að brenna og taka góðar magaæfingar. Kvöldið er svo nokkuð óráðið, kannski ég reyni að ná aukabrennslu með því að þrífa kofann ;-)

Bless í bili
Glóin

Monday 18 February 2008

Ómæ, týndi blogginu mínu :-)

Og þá meina ég það bókstaflega ;-)
Ég var að skipta um vinnu og skipta um tölvu, og allt fór í vesen
Þ.e. fyrst fann ég ekki síðuna sjálfa, og síðan neitaði síðan alfarið að kannast við mig ;-)
En vonandi er það nú komið í lag!!!
Er þvílíkt mótiveruð þessa dagana, er í "keppni" í vinnunni um hver missir mest, og eins er ég enn á fullu í LFLK :-)
Eftir að WC opnaði í Turninum er mun auðveldara fyrir mig að skjótast.
Hef haldið mig alveg við "gott" mataræði nema 1 dag í viku, og látið kvöldnasl eiga sig. Hins vegar á ég ekki vigt svo ég veit ekki hvort þetta skilar e-u fyrr en í næstu viku, þegar ég verð vigtuð og mæld í LFLK, þá eftir 6 vikur af aðhaldi.
En gærdagurinn var svona:

07:00 Polar extrem með sykurlausri sultu og osti, te
11:30 Pasta með grænmeti og brauðsneið (jebb, of mikið kolvetni, en ég var í brönsj-i... ekkert hollara í boði)
16:00 Brauðréttur m. grænmeti og skinku (ok, aftur ekki sérlega holt, en var í barnaafmæli og ekkert hollara í boði... er aðallega ánægð með að ég stóðst allar kökurnar ;-))
19:00 Spagettí bolognese. Ógó holt að ég held... Þ.e. 7% nautahakk, kotasæla, gulrætur, brokkolí, laukur, tómatar (ferskir og úr dós), hvítlaukur og sveppir ásamt heilhveiti pasta.

Fór svo út að ganga með henni Búríu, og við gengum í tæpan klukkutíma og svitnuðum vel :-)

Í morgun hafði ég mig á fætur kl. 5:50 og rauk í turninn, tók 45 mín á orbinu og svo magaæfingar.

Og mataræðið:
07:00 skyrdrykkur (2 dl.) með wheetaflakes
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kjúklingaáleggi og kotasælu

Planið fyrir afgang dagsins:
12:00 Salatbar frá Hagkaupum
15:00 skyr.is drykkur og ávöxtur
19:00 Spagettí bolognese (jebb, eldaði það mikið að afgangurinn er í kvöld ;-))

Var svo búin að lofa grísunum að fara með þá í sund eftir vinnu, svo ég næ mér í smá hreyfingu þar :-)

Og hey, ég er komin með einkaþjálfara :-) Við gellurnar í vinnunni náðum okkur í þjálfara sem við hittum 2x í viku :-)

Bless í bili, Glóin