Friday 22 February 2008

Föstudagur enn á ný :-)

Og allt á brjálaðri siglingu ;-)
Það var veisla í vinnunni minni í gær, svo ég sleppti hrökkbrauðinu en fékk mér í staðin 2 kjúklingaspjót. Góð skipti að ég held, ekki kolvetni en fullt af prótíni :-)
Bjarni töframaður var að skemmta í veislunni og er bara massafyndinn ;-) Synirnir lágu amk í kasti, nema sá minnsti sem var skelfingu lostinn...

Var svo með kvöldverðarboð, og bauð upp á tortillas :-) Helling af grænmeti, grófar tortillur, magurt hakk, sýrðan og salsa. Amk ekki óhollt ;-)

Dreif mig svo í turninn í gærkvöldi og orbaði í 60 mín meðan ég horfði á Life. Soldið spes þáttur, gef honum samt örugglega sjens í amk 1 þátt enn ;-) Amk hefði ég ekki viljað láta Dexter flakka eftir að vera ekki alveg viss eftir fyrsta þátt ;-)
Magaæfingaðist líka, en ekkert voða mikið því ég er með svo miklar harðsperrur í maganum...

Dagurinn í dag verður ljómandi góður :-)
Fer að vísu á amk 2 fundi, en næ annars vonandi að vinna vel niður bunkann af verkefnum. Mæti í einkaþjálfun kl. 12:30 og tek neðri hluta :-) Hlakka bara til að fá sperrur í rassinn, svona til að tóna við sperrurnar í maganum frá því á miðvikudaginn.
Mataræðið á að vera svona:
07:00 polar extrem m. 17% osti og sultu
10:00 Skyr.is
14:00 Prótínshake
16:30 hrökkbrauð m. kjúllaskinku
19:00 Pizza... Ja eða sushi? ætla að reyna að draga fólkið í boðinu með mér í sushi át á meðan krakkarnir fá pizzu... sjáum hvernig það gengur ;-)
Á morgun er svo nammidagur :-) Ekkert sérstakt á planinu, nema þá snakk og nammi yfir Laugardagslögunum :-) Kallinn verður að vinna og ég verð með fullt hús af börnum í partýi ;-) Bara skemmtilegt!!!
Glóin

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert greinilega rosalega dugleg og flottir maðseðlar hjá þér, hlýtur að vera að léttast helling! :)