Monday, 25 February 2008

Hugmyndasnauð...

Já, nú þarf ég e-ð að finna út úr mögulegum hádegisverðum... Þ.e. fyrir vinnuna. Ennþá mánuður í að mötuneytið opni, og ég er ekki með örbylgjuofn eða mixer hér í vinnunni. Þá minnka möguleikarnir slatta mikið sko ;-)
Það er alltaf boðið upp á brauð, álegg og skyr/jógúrt, en það er að mínu mati alveg komið nóg af samlokum með skinku og osti ;-)

Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig... Fór í pizzuna á föstudaginn (greinilega engin staðfesta sko...) og fékk mér meira að segja eina súkkulaðikökusneið á eftir. En það þýðir ekki að sýta það.
Tók svo nammidag með trompi á laugardaginn (er mjög góð í nammidögum sko...) en vaknaði aftur staðföst í gær.
Borðaði helst til strjált og lítið yfir daginn, en bara hollustu :-)
Endaði með að vera að vinna á fótboltamóti meira og minna allan daginn í gær, svo ég hef nú örugglega brennt slatta þó ekki væri um eiginlega rækt að ræða ;-)

En dagurinn í dag... Rækt þarf ég að troða inn á e-m punkti, veit bara ekki alveg hvar og hvenær... er alveg að kafna í vinnu nefnilega, og dedline á mörgum verkefnum í dag. Og hádegismaturinn er bara óráðinn. En annars er planið svona:

07:00 Polar extrem m. osti og sultu, te
10:00 skyr.is með jarðarberjum
12:00 E-ð gott og ekki óhollt...
15:00 appelsína og hrökkbrauðssneið m. kjúklingaskinku
18:30 Mexicosúpa

Er annars bjartsýn, kemst vonandi í viktun á morgun :-) Og ætla rétt að vona að vigtarfjandinn hafi e-ð látið segjast ;-)
Glóin

1 comment:

Anonymous said...

Ég mæli með salati. Baby arugula, gul paprika, gúrka og refasmári með sítrónuolíu frá Rapunzel og smá ristuðum graskersfræum. Sem prótein geturðu rifið út á steiktar kjúklingabringur, afganga af lambakjöt (t.d. af læri) eða bara hvað sem hugurinn girnist. Ótrúlega gott. :)