Wednesday 2 July 2008

Miggudagur

Ójá, allt í fúllsvíng :-)
Tók góða lyftingaæfingu á hendur í gær, og svo skokk á þrekstiga í gærkvöldi.
Fór svo í tíma niðri í Laugum kl. 6:30 í morgun, Groove step. Ógó skemmtilegur tími :-)
Mataræðið er alveg í góðu, Fiskibollur í kvöldmat í gær, hafragrautur og banani í morgun... Fer svo í hollustuhlaðborð í hádeginu, skyr seinni partinn og kjúklingur í kvöldmat.
Svo fer ég reyndar í saumó í kvöld sem gæti ruglað aðeins systeminu :-/ En þá er bara að reyna að velja hollt :-)
Ætla að taka með mér skyrtertu...
Í fyrramál er spurning um spinning kl. 6:30... Hvernig hljómar það?
Bkv. Glóin

Tuesday 1 July 2008

On the road again...

úff, best að koma sér aftur formlega af stað :-)
Hef sossum verið að halda mér í horfinu, en ekki verið nógu dugleg að halda öllu í rútínu.
Nú verð ég að halda vel á spöðunum, enda frí og útilegur endalaust næstu vikurnar! Og þá verður barasta að búa til e-ð prógramm til að fara eftir, svo að vigtin fari ekki í vitleysu :-)
Þessi vika á að vera svona hreyfingarlega séð:

Þriðjudagur
Hádegi: lyfta efri hluti
Kvöld: Göngutúr/hjólatúr í amk 40 mínútur

Miðvikudagur
Morgunn: Lyfta neðri hluti
Kvöld: Ganga/skokk 40-60 mín

Fimmtudagur:
Morgunn: Brennsla 60 mín

Föstudagur
Hádegi: Lyfta efri hluti

Verð svo í ferðalagi um helgina, en stefni á amk útiskokk... Vonandi kemst ég líka í ræktina :-)

Hvað mataræðið varðar, þá hef ég eiginlega ekki nógu gott plan :-(
Jú, hafragrautur á morgnana, hrökkbrauðssneið eða ávöxtur í millimál, og svo velja hollt úr hlaðborðinu í vinnunni í hádeginu (ekki erfitt sko :-))
Seinni partinn þarf ég að koma inn e-u prótínríku (kaupa eas dót eða skyr) og reyna að halda kvöldmatnum hollustusamlegum.

Ef e-r veit um hollan skyndibitastað á þjóðvegi 1 þá má hinn sami endilega láta mig vita!!!
Gló í gír

Wednesday 23 April 2008

Allt í gír

Fínn gærdagur, og só far góður dagur í dag :-) Komst að vísu ekki í aukabrennsluna í gær (of þreytt) en mataræðið var tipp topp.
Dagurinn í dag er svona:
07:00 Polar extrem með 17% osti og sykurlausri sultu
10:00 banani
13:30 Kea skyr og 1/2 samloka með kjúklingaskinku og 17% osti
16:30 prótínbar
20:30 Hamborgarar (heimagrillaðir)

Er með grillboð í kvöld, og verð með alvöru hamborgara með fullt af grænmeti í boði :-)

Fór í ræktina í hádeginu og lyfti vel á neðri hluta... Gaman að því :-)
Glóin

Tuesday 22 April 2008

Tíðindalaust á fitupúkavígstöðvunum

Ég er enn mjög dugleg í ræktinni, og passa mataræðið :-)
Er enn að grennast og styrkjast, en léttist ekki :-( ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta alls ekki fyndið lengur. Komnar 14 vikur af "beisikklí" hollu mataræði og mikilli hreyfingu, án mikils árangurs. Auðvitað svindla ég inn á milli, en á svindldögununum fer ég kannski upp í 2000 kcal, sem ætti að vera "eðlileg" hitaeininganeysla fyrir manneskju eins og mig.
En það þýðir víst ekki að sýta þetta mikið, ég finn að mér líður mun betur og er hraustari og í betra formi en áður, og ég lít miklu betur út.
Nýja planið mitt er að bæta við brennsluna, ætla að bæta við amk 30 mín brennslu á hverju kvöldi. Það fer þá í 90 mín brennslu á "brennsludögum" (þri, fim, fös) sem vonandi skilar e-u :-)
Glóin

Thursday 27 March 2008

Páskarnir búnir

Sem er alveg ljómandi gott... Þessa 5 daga gúffaði ég í mig eins og það væri enginn morgundagur... Og ojjbarasta hvað ég var útblásin á þriðjudagsmorguninn! Ég á sossum enga vigt, og veit ekki hvort ég hef þyngst, en vonandi rennur það nú af aftur í "venjubundnu" mataræði. Svo erum við flutt aftur heim, og nýja eldhúsið komið í gagnið, svo nú duga engar afsakanir!!!
Gærdagurinn var fínn matarlega séð, og ég lyfti líka vel á efri hluta. Ég kemst ekki í ræktina í dag (vinna til amk kl. 20 í kvöld) en mataræðið á að vera svona:
08:00 Hafragrautur
10:00 Epli
12:00 E-ð á hádegisverðarfundi sem ég fer á... Vonandi get ég fengið e-ð hollt
15:30 Myoplex lite drykkur
20:30 Eggjakaka

Verð á fundi milli kl. 16 og 20, veit ekki hvort nokkuð almennilegt verður í boði (venjulega bara kex og kaffi sko...) svo að ég held að ég geymi bara kvöldmatinn þar til um kvöldið :-)

Knús á liðið,
Glóin

Wednesday 19 March 2008

Ógó svöng!!!!

Og langar endalaust í óhollustu þessa dagana :-(
Reyni samt að halda mér í skefjum sko... En dett soldið í brauðið.
Eníveis, er dugleg í ræktinni, er að fara 4-5x í viku, og er mjög dugleg að lyfta með einkaþjálfaranum. Sé fram á nett sukk um páskahelgina, fermingarveisla á morgun, og svo auðvitað páskaegg á sunnudag ;-)
Ég verð bara að reyna að hreyfa mig vel og hemja að öðru leyti!!!
Það var enginn léttingur síðast heldur... En sentimetrar og fitu% fara enn niður... En vá, hvað ég væri til í að þessi helv. vigt færi að hreyfast!!!
Þarf að bæta vel í brennsluna, og prufa að taka út kolvetnin meira...
Glóin

Thursday 13 March 2008

Fimmtudagur

Og ball á morgun :-) Jamm, ætla að skella mér á Sálina á morgun og hlakka mikið til. Er að vísu ekki búin að ákveða í hverju ég fer og finnst allt asnalegt á mér :-( En hlýt að finna út úr því.
Mataræðið hefur verið alveg glimrandi, ræktin ekki alveg jafn mikil ;-) Er búin að vera með útlendinga í vinnunni, sem taka MIKINN tíma, en nú eru þeir sem betur fer farnir heim :-)
Gærdagurinn:
07:00 hafragrautur
12:00 Túnfiskur, kálfakjöt og grænmeti
15:00 EAS prótínbar
19:00 salat og pínu kjúklingur
Hehe, þegar ég skrifa þetta niður, þá sé ég að það er soldið lítið og langt á milli. Eníveis, reyni að standa mig betur í dag :-)

Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 Polar-extrem með osti og sultu
10:00 Skyr
12:30 kjúklingur, grænmeti og hrísgrjón
15:00 EAS prótínbar
18:30 Fer í matarboð... Vonandi ekki allt óhollt...

Stefni svo á að byrja nammidag seinni partinn á morgun (eftir mælingu og einkaþjálfun ;-))
Knús, Glóin

Monday 10 March 2008

Ekki týnd...

Bara búin að vera lasin og tölvulaus ;-)

Já, það réðst ógeðsleg pest á familíuna, og við erum öll búin að liggja. Vonandi hafði minnkandi matarlyst e-ð smávegis að segja...

Annars er ég bara í góðum gír :-) Ekki alveg nógu dugleg að brenna, en mjög dugleg að lyfta. Þarf að koma mér í brennslugírinn, og finna sossum eins og 4 auka klukkutíma í vikunni ;-)
Mataræðið hefur gengið fínt. Hef haldið mig frá óhollustunni að mestu fyrir utan nammidaga. Og er búin að ákveða að skera brauð niður eins og ég get. Hef þess vegna keypt mér slatta af EAS vörum. Ég veit að ég verð fljótlega leið á þeim, en þetta er ágætis björgun inn á milli

Annars er dagurinn í dag svona:
07:00 Hafragrautur með léttmjólk
10:00 Myoplex diet bar
12:30 Ávaxtasalat m. vanilluskyr.is (1/2 pera, 1/2 epli, 1 kiwi)
15:30 myoplex drykkur
Kvöldmatur: Veit ekki alveg, er að fara á fund sem verður líklega m. mat... en við sjáum bara til.

Kemst ekki í ræktina í dag, verð að vinna fram til amk. kl. 20, og fer þá á æfingu ef ég kemst...

Fer í vigtun og mælingu á föstudag, omg!
Knús, Glóin

Thursday 28 February 2008

Ull barasta :-(

Ekki var það neinn léttingur :-(
Mér finnst ógó fúlt að léttast bara ekki þó að ég sé ógó dugleg í mataræði og hreyfingu :-/
Eeeeen jákvæðu punktarnir eru að ég missti 8 cm og 2 fitu%. Og er reyndar á blæðingum sem gæti skýrt að ég léttist ekkert. En nú er bara að halda ótrauð áfram :-) Ég finn alveg vöðvana stækka og að vöxturinn er að breytast, svo nú er um að gera að missa ekki móðinn :-)
Gærdagurinn var fínn æfingalega, og framan af matarlega ;-) Fór nebblega í saumaklúbb og smakkaði aðeins á gúmmulaðinu... En lét nammið og kökurnar vera
Matseðillinn var:
07:00 Polar extrem með osti og sultu
09:30 Mangó
12:30 skyr.is og samloka m. kjúklingaskinku og osti
15:30 1dl vanilluskyr, 1/2 dl. weetaflakes
18:30 eggjakaka úr 2 eggjum og 1 kartöflu, 1/2 polar extrem
21:30 Gullostur, og hollustueplakaka (epli, spelt, hrásykur, rúsínur) og ávextir

Hreyfningin var lyfting á efri hluta með þjálfaranum :-)

Í dag er maturinn svona:
07:00 Hafragrautur (3,5 dl) með léttmjólk
10:00 Skyr.is
12:30 salat, túnfiskur og kotasæla
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku
18:30 Soðin ýsa

Ætla að reyna að komast í brennslu seinni partinn, á meðan millistykkið mitt er í afmæli :-)
Sjáum bara hvernig það gengur ;-)
Bkv. Glóin

Tuesday 26 February 2008

Þriðjudagur :-)

Úff, komst ekkert í hreyfingu í gær... En var 100% í mataræðinu :-)
Mexicosúpan var ógó góð (og holl ;-)) og ég þurfti alveg að sitja á höndunum á mér til að fá mér ekki annan disk.
En svo fór ég í ræktina í morgun, og orbaði í 35 mínútur. Nokkuð fínt bara, hafði ekki meiri tíma vegna vinnunnar...
Mataræði dagsins:
09:00 polar extrem með osti
12:00 Salat, tómatar, gúrka og kalkúnaskinka
15:00 Mangó
18:30 Mexicósúpan góða ;-)

Svo er einkaþjálfun í hádeginu á morgun, og svo auðvitað vigtunin eftir hádegið :-)

Glóin í gírnum

Monday 25 February 2008

Loksins komin tímasetning á vigtun...

Fer sumsé á miðvikudag kl. 14:30.
Úff, ég fer bara strax að kvíða fyrir... Verð ógó fúl ef ég hef ekkert lést/fituminnkað/ummálsminnkað, því ég er búin að vera ógó dugleg... Þó ég segi sjálf frá.
Eníveis, vildi bara aðallega skrifa þetta niður svo ég muni sjálf eftir þessu ;-)
Ooooogg hádegismaturinn varð enn einu sinni samloka með skinku og osti :-( Setti að vísu kotasælu líka, og borðaði appelsínu með.
Líst vel á salathugmynd Dídíar, gallinn er bara að ég hef lítið ískápspláss hér í vinnunni fyrir hráefni og afskaplega takmarkaðan tíma til að útbúa svona á morgnana, þegar verið er að koma grísunum þremur af stað... En ég reyni ;-)
Glóin

Hugmyndasnauð...

Já, nú þarf ég e-ð að finna út úr mögulegum hádegisverðum... Þ.e. fyrir vinnuna. Ennþá mánuður í að mötuneytið opni, og ég er ekki með örbylgjuofn eða mixer hér í vinnunni. Þá minnka möguleikarnir slatta mikið sko ;-)
Það er alltaf boðið upp á brauð, álegg og skyr/jógúrt, en það er að mínu mati alveg komið nóg af samlokum með skinku og osti ;-)

Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig... Fór í pizzuna á föstudaginn (greinilega engin staðfesta sko...) og fékk mér meira að segja eina súkkulaðikökusneið á eftir. En það þýðir ekki að sýta það.
Tók svo nammidag með trompi á laugardaginn (er mjög góð í nammidögum sko...) en vaknaði aftur staðföst í gær.
Borðaði helst til strjált og lítið yfir daginn, en bara hollustu :-)
Endaði með að vera að vinna á fótboltamóti meira og minna allan daginn í gær, svo ég hef nú örugglega brennt slatta þó ekki væri um eiginlega rækt að ræða ;-)

En dagurinn í dag... Rækt þarf ég að troða inn á e-m punkti, veit bara ekki alveg hvar og hvenær... er alveg að kafna í vinnu nefnilega, og dedline á mörgum verkefnum í dag. Og hádegismaturinn er bara óráðinn. En annars er planið svona:

07:00 Polar extrem m. osti og sultu, te
10:00 skyr.is með jarðarberjum
12:00 E-ð gott og ekki óhollt...
15:00 appelsína og hrökkbrauðssneið m. kjúklingaskinku
18:30 Mexicosúpa

Er annars bjartsýn, kemst vonandi í viktun á morgun :-) Og ætla rétt að vona að vigtarfjandinn hafi e-ð látið segjast ;-)
Glóin

Friday 22 February 2008

Föstudagur enn á ný :-)

Og allt á brjálaðri siglingu ;-)
Það var veisla í vinnunni minni í gær, svo ég sleppti hrökkbrauðinu en fékk mér í staðin 2 kjúklingaspjót. Góð skipti að ég held, ekki kolvetni en fullt af prótíni :-)
Bjarni töframaður var að skemmta í veislunni og er bara massafyndinn ;-) Synirnir lágu amk í kasti, nema sá minnsti sem var skelfingu lostinn...

Var svo með kvöldverðarboð, og bauð upp á tortillas :-) Helling af grænmeti, grófar tortillur, magurt hakk, sýrðan og salsa. Amk ekki óhollt ;-)

Dreif mig svo í turninn í gærkvöldi og orbaði í 60 mín meðan ég horfði á Life. Soldið spes þáttur, gef honum samt örugglega sjens í amk 1 þátt enn ;-) Amk hefði ég ekki viljað láta Dexter flakka eftir að vera ekki alveg viss eftir fyrsta þátt ;-)
Magaæfingaðist líka, en ekkert voða mikið því ég er með svo miklar harðsperrur í maganum...

Dagurinn í dag verður ljómandi góður :-)
Fer að vísu á amk 2 fundi, en næ annars vonandi að vinna vel niður bunkann af verkefnum. Mæti í einkaþjálfun kl. 12:30 og tek neðri hluta :-) Hlakka bara til að fá sperrur í rassinn, svona til að tóna við sperrurnar í maganum frá því á miðvikudaginn.
Mataræðið á að vera svona:
07:00 polar extrem m. 17% osti og sultu
10:00 Skyr.is
14:00 Prótínshake
16:30 hrökkbrauð m. kjúllaskinku
19:00 Pizza... Ja eða sushi? ætla að reyna að draga fólkið í boðinu með mér í sushi át á meðan krakkarnir fá pizzu... sjáum hvernig það gengur ;-)
Á morgun er svo nammidagur :-) Ekkert sérstakt á planinu, nema þá snakk og nammi yfir Laugardagslögunum :-) Kallinn verður að vinna og ég verð með fullt hús af börnum í partýi ;-) Bara skemmtilegt!!!
Glóin

Thursday 21 February 2008

Fiskiveisla hvað...

Reyndi að kaupa fisk á fiskiveislu Nóatúns í gær... nema allur fiskurinn var uppseldur ;-) Ja, nema ýsa í raspi og fiskibollur... Svo að ég keypti ýsu í raspi. Borðaði bara lítið af henni og þeim mun meira grænmeti :-)

En dagurinn í dag er svona:
07:00 Polar extrem með sultu og osti
10:00 Skyr.is með bláberjum
12:00 Blómkálssúpa (lítið) og rauðspretta með hrísgrjónum og grænmeti (á fundi úti í bæ)
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku og kotasælu
18:30 Tortillas með hakki og grænmeti

Lítur allt í lagi út, og mér gengur ágætlega að bústa upp prótínið :-) Svo er líka fínt að fá fisk 2 daga í röð... Finnst fiskur æði, en borða hann ekki nógu oft þar sem synirnir vilja helst bara soðinn eða steiktan, enga rétti eða sollis gúmmulaði ;-)

Er með matarboð í kvöld, en ætla að reyna að fara og brenna aðeins í kvöld. Tékka á þessum nýja þætti á Skjá 1 og sjá hvort hann er ekki ágætur til brennsluáhorfs niðri í Turni ;-)

Hef ekkert "svindlað" undanfarnar 2 vikur, og finn hvað sykurþörfin minnkar hratt :-) Verð hins vegar í smá vandræðum annað kvöld þar sem ég fer í Pizzupartý (Dominos, ekki heimabakað :-/) sem telst víst varla hollt... Get eiginlega ekki skrópað, og yrði illa séð með nesti ;-)
Ówell, ég reyni bara að borða lítið!!!
Glóin

Wednesday 20 February 2008

Ótrúlegt að það sé strax kominn miðvikudagur!

Jæja, gærdagurinn breyttist töluvert frá plani... Ekki til hins verra endilega, en hann varð öðruvísi. Vinkona mín kom óvænt að heimsækja mig í hádeginu í gær, svo ég sleppti ræktinni og fór með henni og fékk mér kjúklingasúpu. Svo virðast synirnir haldnir e-m svakalegum sundáhuga þessa dagana, svo að við fórum aftur í sund í gær. Ég hlýt amk að hafa nýtt allmargar hitaeiningar í þessum kulda ;-).
S.s. hitaeiningarnar urðu svipað margar og áður var planað en hreyfingin minni.
Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 polar extrem brauð með osti og sultu, tebolli
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kotasælu og kjúklingaskinku
13:30 Hakkið góða (ja, eða ég vona amk að það sé enn gott ;-))
16:00 Skyr og banani
19:00 Soðin ýsa, kartöflur og grænmeti

Fer og hitti einkaþjálfarann í hádeginu, og lyfti á efri hluta :-)

Annars finnst mér ég vera að grennast... Vona bara innilega að það sé rétt hjá mér ;-) Það veitir amk ekki af að fötin fari að passa mér betur. Ég vona bara að það gerist sæmilega hratt núna, hef almennt átt ótrúlega erfitt með að missa e-r kíló, þó að ég borði "rétt" og æfi eins og hestur. En nú í vor ætla ég að halda upp á afmælið mitt í lok apríl með pompi og pragt, og eins er útskriftarafmæli úr menntaskóla í maí, svo ég SKAL vera komin í mína þyngd, eða amk nálægt henni á vordögum. Það eru 10 vikur í afmælið mitt, og þá væri ég ótrúlega til í að vera búin að ná af mér 6-7 kg. Reunionið er svo eftir 14 vikur, og þá væri fínt að vera búin að ná af 8-9 kvikindum... Síðustu 3-4 svo farin af þegar ég fer í sumarfrí um miðjan júlí. En ef þetta á að gerast þá verð ég að halda ótrúlega vel á spöðunum. Get það vel, hef gert það áður og hlýt að geta aftur...
Knús í bili, Glóin

Tuesday 19 February 2008

Gærdagurinn stóðst alveg :-)

Frekar ánægð með það sko. En djöfull er kallt í sundi!!! Hef ekki farið í sund ógó lengi, og var barasta að frjósa ef ég var ekki í pottinum ;-) Enda getur maður nú ekki synt mikið þegar maður er að fylgjast með 5 ára fjörkálfi sem heldur að hann sé syndur ;-)
Dagurinn í dag verður góður ;-)
Mataræðið:
07:00 Polar extrem brauð með osti og sultu (17% ostur, sykurlaus sulta) og tebolli
10:00 1/2 banani og skyr.is
13:30 afgangur af spagettíi (já, þetta er greinilega óendanlegt... )
16:00 Hrökkbrauð (2) með kotasælu og kjúklingaskinku
19:00 Skyr, ávextir og brauð

Það er s.s. ósk sonanna að hafa skyr og brauð í kvöldmatinn :-) Get alveg orðið við því svona einu sinni ;-)

Fer í ræktina í hádeginu, ætla að brenna og taka góðar magaæfingar. Kvöldið er svo nokkuð óráðið, kannski ég reyni að ná aukabrennslu með því að þrífa kofann ;-)

Bless í bili
Glóin

Monday 18 February 2008

Ómæ, týndi blogginu mínu :-)

Og þá meina ég það bókstaflega ;-)
Ég var að skipta um vinnu og skipta um tölvu, og allt fór í vesen
Þ.e. fyrst fann ég ekki síðuna sjálfa, og síðan neitaði síðan alfarið að kannast við mig ;-)
En vonandi er það nú komið í lag!!!
Er þvílíkt mótiveruð þessa dagana, er í "keppni" í vinnunni um hver missir mest, og eins er ég enn á fullu í LFLK :-)
Eftir að WC opnaði í Turninum er mun auðveldara fyrir mig að skjótast.
Hef haldið mig alveg við "gott" mataræði nema 1 dag í viku, og látið kvöldnasl eiga sig. Hins vegar á ég ekki vigt svo ég veit ekki hvort þetta skilar e-u fyrr en í næstu viku, þegar ég verð vigtuð og mæld í LFLK, þá eftir 6 vikur af aðhaldi.
En gærdagurinn var svona:

07:00 Polar extrem með sykurlausri sultu og osti, te
11:30 Pasta með grænmeti og brauðsneið (jebb, of mikið kolvetni, en ég var í brönsj-i... ekkert hollara í boði)
16:00 Brauðréttur m. grænmeti og skinku (ok, aftur ekki sérlega holt, en var í barnaafmæli og ekkert hollara í boði... er aðallega ánægð með að ég stóðst allar kökurnar ;-))
19:00 Spagettí bolognese. Ógó holt að ég held... Þ.e. 7% nautahakk, kotasæla, gulrætur, brokkolí, laukur, tómatar (ferskir og úr dós), hvítlaukur og sveppir ásamt heilhveiti pasta.

Fór svo út að ganga með henni Búríu, og við gengum í tæpan klukkutíma og svitnuðum vel :-)

Í morgun hafði ég mig á fætur kl. 5:50 og rauk í turninn, tók 45 mín á orbinu og svo magaæfingar.

Og mataræðið:
07:00 skyrdrykkur (2 dl.) með wheetaflakes
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kjúklingaáleggi og kotasælu

Planið fyrir afgang dagsins:
12:00 Salatbar frá Hagkaupum
15:00 skyr.is drykkur og ávöxtur
19:00 Spagettí bolognese (jebb, eldaði það mikið að afgangurinn er í kvöld ;-))

Var svo búin að lofa grísunum að fara með þá í sund eftir vinnu, svo ég næ mér í smá hreyfingu þar :-)

Og hey, ég er komin með einkaþjálfara :-) Við gellurnar í vinnunni náðum okkur í þjálfara sem við hittum 2x í viku :-)

Bless í bili, Glóin

Tuesday 22 January 2008

Upphafsmæling

Ómæ... Það var sossum eins og mig grunaði, ég var aðeins búin að bæta á mig frá síðustu vigtun...

En er nákvæmlega jafn þung og í september. Sem er minna en í ágúst ;-)

En tölurnar ljúga víst ekki, og nú er bara að taka á honum stóra sínum. Ég þarf að missa 12 kg til að komast í "mína" þyngd. Ég ætla að reyna að skipta þessu í e-r stig, t.d. hugsa ég að það sé mátulegt að reyna að missa 6 kg á þessum 12 vikum sem námskeiðið er. Það á alveg að takast, ef ég druslast til að gera þetta af viti.

Ég er alveg búin að móta planið í huganum, skrifa það niður þegar ég næ e-m botni í þetta bloggdót... Ég stefni svo á að komast í "fullswing" þegar ég byrja í nýju vinnunni, og kemst þar í ræktina á hverjum degi :-)

Annars fór ég í ræktina áðan og lyfti vel í "Hraðbrautinni" í Laugum. Ágætt að fara þar þegar maður hefur ekki mikinn tíma, tekur á öllum vöðvum, og tekur ca 35 mínútur að fara 3 hringi.

Mataræði dagsins er ca svona:
07:00 Polar extrem m. léttosti og sykurlausri sultu, te
10:00 Banani
13:00 Skyr.is drykkur og hrökkbrauðsneið m. léttum smurosti
15:30 Fátt um fína drætti í eldhúsinu í vinnunni... Líklega skyr samt
18:30 Mér er boðið í matarboð í kvöld, svo ég veit ekki alveg hvað verður í kvöldmatinn. Ég verð bara að reyna að borða skynsamlega af því sem í boði er :-)

Á morgun fer ég út að borða í hádeginu, á Vox. Stelpudúllurnar í vinnunni sem ég er að hætta í ætla að bjóða mér :-) Það er svoooo góður matur þar, og að mestu hollur (sushi, salat ofl...) en eftirréttirnir, OMG! Er að hugsa um að leyfa mér að smakka á Creme brulee inu aðeins, það er bara best í heimi :-) Verð þess vegna að brenna vel á móti!!!

Glóin

Monday 21 January 2008

ok, formlega orðin brjáluð út í blogger.com

Hvað af þessu blog-dóti virkar best? Ég get ekki skráð mig inn nema einstaka sinnum, og get ekkert breytt síðunni :-(
En ég er ekki dottin út úr átakinu samt ;-) Þarf bara að færa það.
Eníveis, síðasta vika tókst vel, fram á föstudag :-( Þá datt ég gjörsamlega í kolvetnin, brauð, pizza, brauð... Hef smá afsökun vegna mikils álags í vinnu og óreglulegs svefns, en auðvitað á ég ekki að leyfa mér að nota svoleiðis afsakanir. Helgin var ágæt, nokkur "svindl" á nammidaginn, en gærdagurinn mjög stabíll:
07:00 Polar extrem með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Appelsína
12:00 Boost, úr vanilluskyri, berjablöndu og hálfum banana
15:00 1/2 polar extrem með 4 sneiðum af kalkúnaskinku, sinnepi og tómat
19:00 Svínakótelettur marineraðar með soyasósu, appelsínum ofl., grillaðar á pönnu og bornar fram með kartöflum.

Hreyfing var af skornum skammti um helgina, nema í sleðadrætti ;-) Fór út að renna með strákunum á laugardag, og dró sleða endalaust oft upp brekkur...

Dagurinn í dag:
Kemst ekki í rækt, er að reyna að klára í gömlu vinnunni minni... en mataræðið:
07:00 polar extrem með osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Kea skyr
12:00 Salat með kjúkling
15:00 Hrökkbrauð, epli og kotasæla
18:30 Soðin ýsa og kartöflur, ásamt salati.

Á morgun fer ég í upphafsmælingu á námskeiðinu :-)

Glóin

Monday 14 January 2008

Ný vika og ný tækifæri

Tók vel á því um helgina, það er í átinu ;-) Hreyfingin varð hins vegar næstum engin... Ja, svona eins og hægt er að hreyfa sig ekki með 3 litla grísi í heimili.

Í dag byrja ég á nýju námskeiði. Þegar ég verð komin með upphafsmælingu þá set ég mér markmið og finn e-r verðlaun :-)

Þetta byrjar samt ekki mjög gæfulega því ég verð að skrópa á fyrsta fundinum... En svona er þetta bara stundum, þegar maður er með familíu og vinnu.

Matseðill dagsins skal vera:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:30 Skyrdós
12:30 Salat með túnfiski
15:00 Banani og hrökkbrauðssneið
19:00 Spagettí og hakk afgangur, með salati.
21:00 Melóna eða epli

Ef veðrið verður ekki þeim mun leiðinlegra þá ætla ég að reyna að komast aðeins út í labbitúr með vagninn, en sé annars ekki fram á að komast í ræktina í dag.
Fer samt fersk í fyrramálið, fyrir vinnu og stefni á að lyfta aðeins.
Glóin

Friday 11 January 2008

Föstudagur til f...

Vonandi ekki til fitu ;-)
Gærdagurinn gekk fínt :-) Smá breyting á matarplaninu, fékk s.s. lífræna súpu frá Gló í staðinn fyrir frá Manni lifandi. En hún var amk mjög góð og örugglega holl líka. Var svo á löngum fundu eftir hádegið og missti af kaffinu, svo það leið nokkuð langt milli hádegissúpu og kvöldsúpu.
Kvöldsnarlið varð svo vatnsmelóna.
Og ég fór út að skokka með mælinn góða :-) Á 40 mínútum sagði hann mig hafa brennt 300 kcal. Sem er bara ágætt :-) Og meðalpúlsinn var 142 sem er held ég ásættanlegt

Annars er allt í góðum gír :-) Að vísu er alltaf morgunkaffi í vinnunni á föstudögum, og þá ræðst á mig freistingin sem ég get ekki staðist: BRAUÐ
En ég fékk mér s.s. 3 (litlar) nýbakaðar brauðsneiðar með osti og sultu, og passaði mig sérlega vel að horfa fram hjá sætabrauðinu ;-) Með þessu drakk ég svo ávaxtasafa og te.

Restin af deginum á að vera svona:
10:30 banani
12:30 afgangur af fiskisúpu
15:00 Skyrdós
19:00 Heimasteiktir hamborgarar með grænmeti, sinnepi og léttmayo
Kvöldsnakk: Poppkorn og ávextir.

Ég kemst líklega ekkert í ræktina í dag (kallinn í aðgerð sem gerir hann óhæfann til barnfóstrustarfa næstu daga) en reyni e-ð að hreyfa mig á morgun.

Og á morgun er líka nammidagur :-)
Það kemur mér annars á óvart hve stuttan tíma það tekur að ná súkkulaðinu út úr systeminu, mig langar bara ekkert í þegar ég geng hér framhjá fullum konfektskálum :-)

En á nammidegi leyfi ég mér ýmislegt annað en nammi, s.s. smjör á brauð, rjóma í sósur og að borða eiginlega bara pasta og brauð ;-)

En þar til næst,
Kolvetnafíkillinn Gló

Thursday 10 January 2008

Fimmtudagur strax?

Og ég sem var rétt byrjuð á vikunni ;-)
En er annars í góðum gír.
Matseðill gærdagsins stóðst, fyrir utan að ég skipti út melónu fyrir 3 eplabita.

Ég fór líka í klukkutíma skokk um Fossvoginn í frábæru veðri :-) Komst að vísu að því að spangarbrjóstahaldarar og púlsmælar eiga ekki voða vel saman... Alla vegana neita ég að trúa því að púlsinn hjá mér hafi verið 195 slög ;-)

Í dag er prógrammið svona:

07:30 2 sneiðar af ristuðu hnetubrauði með osti og sykurlausri sultu, te
12:00 E-ð góðgæti á Manni lifandi
15:00 Skyr með vanillu
19:00 Fiskisúpa
21:00 Ávextir ef þörf krefur

Annars er líka brjálað að gera í vinnunni, sem er skemmtilegt :-)
Og ég stefni á annan skokkhring í Fossvoginum á eftir, og þá í spangarlausum haldara ;-)
Glóin

Wednesday 9 January 2008

Dagur tvö; punktur...

Nei, ég segi bara svona ;-)
Gærdagurinn gekk fínt :-) svona mataræðislega séð alla vegana...
Dagurinn í dag stefnir í góða átt, só far er komið:
8:30 2 grófar brauðsneiðar með osti og sultu, te og melónusneið (var á ráðstefnu)
10:30 mandarína og nokkrar litlar gulrætur og brokkólí
12:30 Tandorii kjúklingasúpa og smá salat m. kjúkling og kotasælu

Og það sem eftir er dagsins:
15:30 Afgangurinn af salatinu
19:00 baguette með eggjaköku
21:00 Vatnsmelóna ef nauðsyn ber til ;-)

Stefni á að nýta góða veðrið og fara með minnsta skottið mitt í göngutúr á meðan hin skottin eru á æfingu. Mæti svo ótrauð í ræktina í fyrramál :-)

Glóin

Tuesday 8 January 2008

Nýtt ár, nýtt blogg ;-)

Ójá, ég hef ekki sést mjööög lengi.
Átak haustsins gekk mjög vel framan af, og ég lauk næstum LFL áskoruninni. Í lok nóvember lenti ég hins vegar í vinnukrísu, og komst ekki í ræktina. Í framhaldinu fór mataræðið veg allrar veraldar, og svo lögðust jólin ofan á ;-)
En það þýðir ekki að sýta orðinn hlut!
Nú er bara að halda áfram í baráttunni. Ég ætla aftur á LFL námskeið og taka það af enn meiri krafti en í haust.
Markmiðið mitt er að fara niður um fatastærð, og þá ætla ég að láta það eftir mér að kaupa mér rándýra drakt, annað hvort í Donnu Karan eða Calvi ;-)
Hið eiginlega lfl átak byrjar á næsta mánudag (námskeiðið sko...) svo að ég ætla að nýta þessa viku til að koma mér í gírinn og ná súkkulaðinu burt.
Ég stefni á ræktina 3x í þessari viku, og göngutúra amk 2x. Fór í göngutúr á sunnudag, og í ræktina í gær. Kemst ekkert í dag, en ætti að komast á morgun.
Mataræðið verður líka í föstum skorðum að ég vona...
En dagurinn í dag verður svona:
07:00 Polar extrem brauð með osti og sykurlausri sultu
10:00 Banani og glas af appelsínusafa
12:00 Salat
15:00 Skyrdós
19:00 Kjúklingabringur og hrísgrjón

Bkv. Glóin aftur í gírnum