Tuesday 8 January 2008

Nýtt ár, nýtt blogg ;-)

Ójá, ég hef ekki sést mjööög lengi.
Átak haustsins gekk mjög vel framan af, og ég lauk næstum LFL áskoruninni. Í lok nóvember lenti ég hins vegar í vinnukrísu, og komst ekki í ræktina. Í framhaldinu fór mataræðið veg allrar veraldar, og svo lögðust jólin ofan á ;-)
En það þýðir ekki að sýta orðinn hlut!
Nú er bara að halda áfram í baráttunni. Ég ætla aftur á LFL námskeið og taka það af enn meiri krafti en í haust.
Markmiðið mitt er að fara niður um fatastærð, og þá ætla ég að láta það eftir mér að kaupa mér rándýra drakt, annað hvort í Donnu Karan eða Calvi ;-)
Hið eiginlega lfl átak byrjar á næsta mánudag (námskeiðið sko...) svo að ég ætla að nýta þessa viku til að koma mér í gírinn og ná súkkulaðinu burt.
Ég stefni á ræktina 3x í þessari viku, og göngutúra amk 2x. Fór í göngutúr á sunnudag, og í ræktina í gær. Kemst ekkert í dag, en ætti að komast á morgun.
Mataræðið verður líka í föstum skorðum að ég vona...
En dagurinn í dag verður svona:
07:00 Polar extrem brauð með osti og sykurlausri sultu
10:00 Banani og glas af appelsínusafa
12:00 Salat
15:00 Skyrdós
19:00 Kjúklingabringur og hrísgrjón

Bkv. Glóin aftur í gírnum

1 comment:

Berglind Rós said...

Gangi þér vel :-)