Wednesday 19 September 2007

Allt í góðu gengi :-)

Nammidagur var tekinn af krafti á laugardaginn, með pizzu í hádeginu, nautasteik um kvöldið, marenstertu og slatta af rauðvíni og breezerum ;-) En ég var frekar sátt við mig þegar ég hafði ekki lyst á sveittum hamborgara kallinum til samlætis á sunnudag, og fékk mér í staðinn grænmetissúpu og brauðsneið með skinku og osti...

Ég komst ekki í neina hreyfingu á mánudag, en mataræðið var svona:
07:00 Ristað brauð (2) með osti og sykurlausri sultu
10:00 Skyr.is
12:00 Ristuð samloka m. skinku og osti, ávaxtasafi
15:00 Brokkolí og gulrætur
18:00 svínakjöt, kartöflur, grænmeti og kraftsósa (s.s. soðkraftur, mjólk og sósujafnari)

Gærdagurinn (þriðjudagur)
07:00 Cherrios með mjólk
13:00 Skyr og banani
15:00 pera
19:00 pasta með pylsum og sveppum
Of lítið borðað yfir daginn, og missti út millibita... Fann það alveg á orkuleysi í verkefnum seinni partinn. Ég verð greinilega að halda mig við að fá mér skyr um kl. 10. Eins finn ég stóran mun á að borða morgunkorn eða brauðsneiðar í morgunmat, ég fæ minni fyllingu úr morgunkorninu þó að hitaeiningarnar séu svipaðar.
En ég fór og lyfti vel, og fékk loksins mína hjartfólgnu upphafsmælingu fyrir lfl :-)
Ég er s.s. upp á gramm jafn þung og þegar ég endaði hitt námskeiðið fyrir tæpum 2 vikum síðan. En fitu% er enn á niðurleið, og fólk talar um að ég hafi grennst. Ég finn það sossum líka sjálf á fötunum mínum, sem er bara skemmtilegt :-)

Í dag, miðvikudag, stefni ég á ca svona dag:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og sultu
10:30 Skyr.is
12:30 heilsunúðlur á Nings
15:00 ávöxtur
19:00 Fiskur
Fer út að ganga í hádeginu, og svo vonandi út að skokka í kvöld.
Bkv. Glóin

3 comments:

Anonymous said...

*kvitt* ;) stendur þig vel.

Lilja said...

Já þyngdin segir sko ekki allt. Maður getur alveg grennst án þess að það sjáist á vigtinni. Þú ert flott ;)

Anonymous said...

Það skiptir langmestu að % fari niður, það´er í rauninni miklu marktækari mælikvarði, gangi þér rosalega vel! :)