Monday, 3 September 2007

Eins og ég hélt...

Þá léttist ég ekki neitt fyrir þessa lokavigtun. Eeeennnn fituprósentan mín fór niður um 6% og ég missti 13 cm af mittinu á 3 vikum og 3 dögum. S.s. léttist um 2 kg en bætti við mig 4 kg af vöðvamassa.
Er núna komin með fitu% niður í 31%, BMI stendur í 26 komma eitthvað og mittið komið niður í 80cm.
Nú er bara að halda áfram í baráttunni ;-)
Spurning hvort maður prufi danska í nokkrar vikur, til að sjá hvort vigtin haggist.

Borðaði ýmislegt um helgina, samt flest frekar hollt (ja, nema desertinn á nammidaginn) og kem bara nokkuð hress og blóðsykurjöfnuð undan helgi.

Í dag er síðasti námskeiðsdagurinn, og okkur er svo boðið í Baðstofuna á eftir :-) Voða gaman. Sé til hvort ég kemst, eða hvort að vinnan stelur af mér ánægjunni ;-)

Er mikið að spekúlera hvort ég eigi að fara á Líkami-fyrir-lífið námskeið í WC sem hefst núna eftir viku. Hef tekið áskoruninni áður, og það gekk þrusu vel. Spurning hvort maður skellir sér bara aftur í það prógram.

En nóg í bili,
knús, Glóin

1 comment:

Lilja said...

Til hamingju með árangurinn, þú ert greinilega búin að standa þig vel. Vildi að mitt BMI væri svona flott... en það kemur ;)