Wednesday 19 September 2007

Allt í góðu gengi :-)

Nammidagur var tekinn af krafti á laugardaginn, með pizzu í hádeginu, nautasteik um kvöldið, marenstertu og slatta af rauðvíni og breezerum ;-) En ég var frekar sátt við mig þegar ég hafði ekki lyst á sveittum hamborgara kallinum til samlætis á sunnudag, og fékk mér í staðinn grænmetissúpu og brauðsneið með skinku og osti...

Ég komst ekki í neina hreyfingu á mánudag, en mataræðið var svona:
07:00 Ristað brauð (2) með osti og sykurlausri sultu
10:00 Skyr.is
12:00 Ristuð samloka m. skinku og osti, ávaxtasafi
15:00 Brokkolí og gulrætur
18:00 svínakjöt, kartöflur, grænmeti og kraftsósa (s.s. soðkraftur, mjólk og sósujafnari)

Gærdagurinn (þriðjudagur)
07:00 Cherrios með mjólk
13:00 Skyr og banani
15:00 pera
19:00 pasta með pylsum og sveppum
Of lítið borðað yfir daginn, og missti út millibita... Fann það alveg á orkuleysi í verkefnum seinni partinn. Ég verð greinilega að halda mig við að fá mér skyr um kl. 10. Eins finn ég stóran mun á að borða morgunkorn eða brauðsneiðar í morgunmat, ég fæ minni fyllingu úr morgunkorninu þó að hitaeiningarnar séu svipaðar.
En ég fór og lyfti vel, og fékk loksins mína hjartfólgnu upphafsmælingu fyrir lfl :-)
Ég er s.s. upp á gramm jafn þung og þegar ég endaði hitt námskeiðið fyrir tæpum 2 vikum síðan. En fitu% er enn á niðurleið, og fólk talar um að ég hafi grennst. Ég finn það sossum líka sjálf á fötunum mínum, sem er bara skemmtilegt :-)

Í dag, miðvikudag, stefni ég á ca svona dag:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og sultu
10:30 Skyr.is
12:30 heilsunúðlur á Nings
15:00 ávöxtur
19:00 Fiskur
Fer út að ganga í hádeginu, og svo vonandi út að skokka í kvöld.
Bkv. Glóin

Thursday 13 September 2007

Komin úr ræktinni :-)

Og alveg endurnærð :-)

Að vísu sýnist mér dagurinn stefna í svipaða vitleysu og gærdagurinn vinnulega séð :-/ En þá verð ég bara að tækla það.

Fór s.s. í Body-shape, og þar voru m.a. teknar magaæfingar dauðans ;-) Gaman að fá harðsperrur í magann á morgun...

Matseðillinn só far:
06:30 2 ristaðar brauðsn. með 17% osti og tebolli
10:30 Kea skyr með jarðaberjum
13:15 grænmetissamloka með eggjum og banani

Veit ekki alveg með kaffitímann... annað hvort skyr eða létt-jógúrt og svo e-r góður fiskréttur í kvöld :-)

Glóin

Ekkert hætt sko ;-)

Bara á kafi í vinnu, sem veitir afskaplega lítinn tíma til bloggskrifa... Já, og æfinga líka. Var bara að klára vinnuna núna og treysti mér ekki út í skokk, klukkan orðin allt of margt.
Byrjaði á LFL námskeiðinu á mánudag. Líst bara vel á :-) Þekki líka gellurnar sem eru með þetta ágætlega, og treysti þeim til að píska mig áfram... Að vísu byrjar þetta ekki mjög gæfulega hjá mér ;-) Jújú, ég fór í Body Shape tíma í gær og stóð mig með prýði, en missti af upphafsmælingunni í dag þar sem fundurinn sem ég var á tafðist :-(
Vonandi sér Ester aumur á mér og treður mér í mælingu á morgun. Það er nefnilega ferlega sálrænt að fá upphafsmælingu (þó ég sé nýbúin að fá lokamælingu á hinu námskeiðinu...) og mér finnst ég ekki vera almennilega byrjuð fyrr en mælingin er frá.
Mataræðið hefur verið fínt að mestu :-) Nammidagurinn teygðist að vísu aðeins um síðustu helgi (spilar inn í að ég var að byrja á blæðingum) en ég er almennt í hollustunni í vinnunni og oftast heima líka.
Dagurinn í dag leit svona út:
7:00 2 ristaðar brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu, tebolli
10:00 Hrein ab-mjólk m. rúsínum
12:40 Ristuð samloka m. skinku og osti
16:00 Banani og hafrakexkaka
19:00 1/2 subway í honey Oat brauði, m. kalkún og heeeeelling af grænmeti. Sleppti að sjálfsögðu öðrum sósum en sinnepi ;-)
Úff, þegar ég les þetta yfir, þá sé ég að þarna er hellingur af brauði :-/... s.s. ekki alveg príma seðill. En samt engin óhollusta, og ég kenni annríki um (þ.e. að í vinnunni er ekki um mjög margt að velja og ég komst ekki út sem og að ég kom ekki nógu snemma heim til að elda kvöldmat = kallinn "eldaði" subway á línuna...)
Þá er bara að undirbúa sig betur fyrir næstu daga!
Stefni ótrauð á body shape á morgun :-)
Glóin

Wednesday 5 September 2007

2 dagar án námskeiðs

Og gengur ennþá ágætlega. Hef að vísu ekki komist í hreyfingu (geeeeeeðveikt að gera í vinnunni) en mataræðið er í fínu lagi... Kannski að kolvetnin séu í hærri kantinum samt, en það helgst líka af mikilli vinnu (og því hvað hægt er að ná sér í í ákveðnum radíus frá skrifstofunni)
Stefni svo á að byrja á LFL námskeiðinu á mánudag, búin að draga vinkonu mína með og hlakka bara til :-)
En matseðill dagsins var svona:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og sultu
10:30 2 hrökkbrauðssneiðar með osti
12:30 Heilsunúðlur m. kjúkling
15:00 Banani og nokkur vínber
19:00 Grjónagrautur

Ákkúrat núna er ég að berjast við að ráðast ekki á e-ð gúmmulaði úr eldhúsinu... Spurning um að fá sér vatnsglas...
Bkv. Glóin

Monday 3 September 2007

Eins og ég hélt...

Þá léttist ég ekki neitt fyrir þessa lokavigtun. Eeeennnn fituprósentan mín fór niður um 6% og ég missti 13 cm af mittinu á 3 vikum og 3 dögum. S.s. léttist um 2 kg en bætti við mig 4 kg af vöðvamassa.
Er núna komin með fitu% niður í 31%, BMI stendur í 26 komma eitthvað og mittið komið niður í 80cm.
Nú er bara að halda áfram í baráttunni ;-)
Spurning hvort maður prufi danska í nokkrar vikur, til að sjá hvort vigtin haggist.

Borðaði ýmislegt um helgina, samt flest frekar hollt (ja, nema desertinn á nammidaginn) og kem bara nokkuð hress og blóðsykurjöfnuð undan helgi.

Í dag er síðasti námskeiðsdagurinn, og okkur er svo boðið í Baðstofuna á eftir :-) Voða gaman. Sé til hvort ég kemst, eða hvort að vinnan stelur af mér ánægjunni ;-)

Er mikið að spekúlera hvort ég eigi að fara á Líkami-fyrir-lífið námskeið í WC sem hefst núna eftir viku. Hef tekið áskoruninni áður, og það gekk þrusu vel. Spurning hvort maður skellir sér bara aftur í það prógram.

En nóg í bili,
knús, Glóin