Thursday, 13 March 2008

Fimmtudagur

Og ball á morgun :-) Jamm, ætla að skella mér á Sálina á morgun og hlakka mikið til. Er að vísu ekki búin að ákveða í hverju ég fer og finnst allt asnalegt á mér :-( En hlýt að finna út úr því.
Mataræðið hefur verið alveg glimrandi, ræktin ekki alveg jafn mikil ;-) Er búin að vera með útlendinga í vinnunni, sem taka MIKINN tíma, en nú eru þeir sem betur fer farnir heim :-)
Gærdagurinn:
07:00 hafragrautur
12:00 Túnfiskur, kálfakjöt og grænmeti
15:00 EAS prótínbar
19:00 salat og pínu kjúklingur
Hehe, þegar ég skrifa þetta niður, þá sé ég að það er soldið lítið og langt á milli. Eníveis, reyni að standa mig betur í dag :-)

Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 Polar-extrem með osti og sultu
10:00 Skyr
12:30 kjúklingur, grænmeti og hrísgrjón
15:00 EAS prótínbar
18:30 Fer í matarboð... Vonandi ekki allt óhollt...

Stefni svo á að byrja nammidag seinni partinn á morgun (eftir mælingu og einkaþjálfun ;-))
Knús, Glóin

No comments: