Monday 10 March 2008

Ekki týnd...

Bara búin að vera lasin og tölvulaus ;-)

Já, það réðst ógeðsleg pest á familíuna, og við erum öll búin að liggja. Vonandi hafði minnkandi matarlyst e-ð smávegis að segja...

Annars er ég bara í góðum gír :-) Ekki alveg nógu dugleg að brenna, en mjög dugleg að lyfta. Þarf að koma mér í brennslugírinn, og finna sossum eins og 4 auka klukkutíma í vikunni ;-)
Mataræðið hefur gengið fínt. Hef haldið mig frá óhollustunni að mestu fyrir utan nammidaga. Og er búin að ákveða að skera brauð niður eins og ég get. Hef þess vegna keypt mér slatta af EAS vörum. Ég veit að ég verð fljótlega leið á þeim, en þetta er ágætis björgun inn á milli

Annars er dagurinn í dag svona:
07:00 Hafragrautur með léttmjólk
10:00 Myoplex diet bar
12:30 Ávaxtasalat m. vanilluskyr.is (1/2 pera, 1/2 epli, 1 kiwi)
15:30 myoplex drykkur
Kvöldmatur: Veit ekki alveg, er að fara á fund sem verður líklega m. mat... en við sjáum bara til.

Kemst ekki í ræktina í dag, verð að vinna fram til amk. kl. 20, og fer þá á æfingu ef ég kemst...

Fer í vigtun og mælingu á föstudag, omg!
Knús, Glóin

2 comments:

Anonymous said...

Flensan sökkar, það er ekki spurning... :(

Verður gaman að sjá tölur á morgun!

Lilja said...

Gott að sjá þig blogga aftur. Vonandi eru allir að verða hraustir á heimilinu. Gangi þér svo vel í vigtun á föstudaginn. Ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að fara í ræktina núna fljótlega, eða fara bara áður en ég fer á næturvakt og mæta svo beint í vinnu. Held að það verði ofan á að fara rétt fyrir vinnu ;)