Wednesday, 2 July 2008

Miggudagur

Ójá, allt í fúllsvíng :-)
Tók góða lyftingaæfingu á hendur í gær, og svo skokk á þrekstiga í gærkvöldi.
Fór svo í tíma niðri í Laugum kl. 6:30 í morgun, Groove step. Ógó skemmtilegur tími :-)
Mataræðið er alveg í góðu, Fiskibollur í kvöldmat í gær, hafragrautur og banani í morgun... Fer svo í hollustuhlaðborð í hádeginu, skyr seinni partinn og kjúklingur í kvöldmat.
Svo fer ég reyndar í saumó í kvöld sem gæti ruglað aðeins systeminu :-/ En þá er bara að reyna að velja hollt :-)
Ætla að taka með mér skyrtertu...
Í fyrramál er spurning um spinning kl. 6:30... Hvernig hljómar það?
Bkv. Glóin

2 comments:

Lilja said...

Hljómar kreisí, hahaha. Uss, ég er engan vegin svona morgunmanneskja, en flott hjá þér skvís.

Matseðla já. Er nú ekki komin alveg inn í þetta, en á morgnanan fæ ég mér egg og beikon, hehe.

Svo núna undanfarna daga hef ég ýmist fengið mér í hádegismat bara gróft hrökkbrauð með sem mestu trefjamagni, og haft á því ost og/eða skinku, nú eða salat með t.d. rækju eða túnfisk og ostbitum.

Gríp kannski í próteinstöng sem millibita, þá helst einhverja svona Carb Control.

Í kvöldmat, bara eitthvað kjöt eða fisk... eða kjúlla, og svo bönns af svona léttsteiktu Wokgrænmeti, og nota oft léttan sýrðan rjóma, eða kotasælu sem smá sósu.

Kvöldsnarl hefur fengið að vera 1-2 babybel ostar, eða smá pistasíuhnetur.

Fæ mér alltaf eitt glas af hreinum greipsafa á morgnana. En í stað eggs og beikon er nú alveg hægt að fá sér skyr eða AB mjólk með niðurskornum jarðarberjum (ekki mjög kolvetnisrík), eða hrökkbrauð, eða kannski eina sneið af Polarkraft Extrem með fullt af góðu próteinríku áleggi. Svo er líka bar hægt að fá sér upprúllaðar skinkusneiðar, eða roastbeef sneiðar og hafa fallegt grænmeti með og ostbita.

Anonymous said...

Dugleg ertu í hreyfingunni, það er svo hressandi að hreyfa sig mikið!! Gangi þér ofsalega vel!!! :)