Thursday, 27 March 2008

Páskarnir búnir

Sem er alveg ljómandi gott... Þessa 5 daga gúffaði ég í mig eins og það væri enginn morgundagur... Og ojjbarasta hvað ég var útblásin á þriðjudagsmorguninn! Ég á sossum enga vigt, og veit ekki hvort ég hef þyngst, en vonandi rennur það nú af aftur í "venjubundnu" mataræði. Svo erum við flutt aftur heim, og nýja eldhúsið komið í gagnið, svo nú duga engar afsakanir!!!
Gærdagurinn var fínn matarlega séð, og ég lyfti líka vel á efri hluta. Ég kemst ekki í ræktina í dag (vinna til amk kl. 20 í kvöld) en mataræðið á að vera svona:
08:00 Hafragrautur
10:00 Epli
12:00 E-ð á hádegisverðarfundi sem ég fer á... Vonandi get ég fengið e-ð hollt
15:30 Myoplex lite drykkur
20:30 Eggjakaka

Verð á fundi milli kl. 16 og 20, veit ekki hvort nokkuð almennilegt verður í boði (venjulega bara kex og kaffi sko...) svo að ég held að ég geymi bara kvöldmatinn þar til um kvöldið :-)

Knús á liðið,
Glóin

Wednesday, 19 March 2008

Ógó svöng!!!!

Og langar endalaust í óhollustu þessa dagana :-(
Reyni samt að halda mér í skefjum sko... En dett soldið í brauðið.
Eníveis, er dugleg í ræktinni, er að fara 4-5x í viku, og er mjög dugleg að lyfta með einkaþjálfaranum. Sé fram á nett sukk um páskahelgina, fermingarveisla á morgun, og svo auðvitað páskaegg á sunnudag ;-)
Ég verð bara að reyna að hreyfa mig vel og hemja að öðru leyti!!!
Það var enginn léttingur síðast heldur... En sentimetrar og fitu% fara enn niður... En vá, hvað ég væri til í að þessi helv. vigt færi að hreyfast!!!
Þarf að bæta vel í brennsluna, og prufa að taka út kolvetnin meira...
Glóin

Thursday, 13 March 2008

Fimmtudagur

Og ball á morgun :-) Jamm, ætla að skella mér á Sálina á morgun og hlakka mikið til. Er að vísu ekki búin að ákveða í hverju ég fer og finnst allt asnalegt á mér :-( En hlýt að finna út úr því.
Mataræðið hefur verið alveg glimrandi, ræktin ekki alveg jafn mikil ;-) Er búin að vera með útlendinga í vinnunni, sem taka MIKINN tíma, en nú eru þeir sem betur fer farnir heim :-)
Gærdagurinn:
07:00 hafragrautur
12:00 Túnfiskur, kálfakjöt og grænmeti
15:00 EAS prótínbar
19:00 salat og pínu kjúklingur
Hehe, þegar ég skrifa þetta niður, þá sé ég að það er soldið lítið og langt á milli. Eníveis, reyni að standa mig betur í dag :-)

Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 Polar-extrem með osti og sultu
10:00 Skyr
12:30 kjúklingur, grænmeti og hrísgrjón
15:00 EAS prótínbar
18:30 Fer í matarboð... Vonandi ekki allt óhollt...

Stefni svo á að byrja nammidag seinni partinn á morgun (eftir mælingu og einkaþjálfun ;-))
Knús, Glóin

Monday, 10 March 2008

Ekki týnd...

Bara búin að vera lasin og tölvulaus ;-)

Já, það réðst ógeðsleg pest á familíuna, og við erum öll búin að liggja. Vonandi hafði minnkandi matarlyst e-ð smávegis að segja...

Annars er ég bara í góðum gír :-) Ekki alveg nógu dugleg að brenna, en mjög dugleg að lyfta. Þarf að koma mér í brennslugírinn, og finna sossum eins og 4 auka klukkutíma í vikunni ;-)
Mataræðið hefur gengið fínt. Hef haldið mig frá óhollustunni að mestu fyrir utan nammidaga. Og er búin að ákveða að skera brauð niður eins og ég get. Hef þess vegna keypt mér slatta af EAS vörum. Ég veit að ég verð fljótlega leið á þeim, en þetta er ágætis björgun inn á milli

Annars er dagurinn í dag svona:
07:00 Hafragrautur með léttmjólk
10:00 Myoplex diet bar
12:30 Ávaxtasalat m. vanilluskyr.is (1/2 pera, 1/2 epli, 1 kiwi)
15:30 myoplex drykkur
Kvöldmatur: Veit ekki alveg, er að fara á fund sem verður líklega m. mat... en við sjáum bara til.

Kemst ekki í ræktina í dag, verð að vinna fram til amk. kl. 20, og fer þá á æfingu ef ég kemst...

Fer í vigtun og mælingu á föstudag, omg!
Knús, Glóin