Tuesday, 22 April 2008

Tíðindalaust á fitupúkavígstöðvunum

Ég er enn mjög dugleg í ræktinni, og passa mataræðið :-)
Er enn að grennast og styrkjast, en léttist ekki :-( ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta alls ekki fyndið lengur. Komnar 14 vikur af "beisikklí" hollu mataræði og mikilli hreyfingu, án mikils árangurs. Auðvitað svindla ég inn á milli, en á svindldögununum fer ég kannski upp í 2000 kcal, sem ætti að vera "eðlileg" hitaeininganeysla fyrir manneskju eins og mig.
En það þýðir víst ekki að sýta þetta mikið, ég finn að mér líður mun betur og er hraustari og í betra formi en áður, og ég lít miklu betur út.
Nýja planið mitt er að bæta við brennsluna, ætla að bæta við amk 30 mín brennslu á hverju kvöldi. Það fer þá í 90 mín brennslu á "brennsludögum" (þri, fim, fös) sem vonandi skilar e-u :-)
Glóin

3 comments:

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Monitor de LCD, I hope you enjoy. The address is http://monitor-de-lcd.blogspot.com. A hug.

Anonymous said...

málið með allt svindl er að fólk áttar sig ekki á því hversu margar hitaeiningar eru t.d. í einföldum mat. T.d. 12" dominos pizza (kjötpizza) er í kringum 2þús hitaeiningar. 4 x 12" pizzur skila sér því í kg af hreinni fitu.

Gló said...

Já :-) Ég veit að t.d. Dominos pizza er rosalega fitandi :-) Enda borða ég hana helst ekki.
En það virðist ekki skipta máli hvort ég borða 1500 kcal eða 2000 kcal svona upp á viktina að gera. Var mjög nákvæm á 1500 kcal í 4 vikur í röð, án þess að léttast um gramm :-( Og þá daga sem ég borða 500 kcal meira þá sést heldur enginn upp- munur á viktinni :-(
Þetta er bara mjög skrítið að mér finnst.
Ég er s.s að borða ca 4-500 kcal undir viðmiðum, hreyfa mig fyrir ca 300-450 kcal á dag, sem ætti að þýða uþb 700 kcal á dag mér í hag... Sem á 10 dögum ætti að vera kíló af fitu. En léttingurinn kemur barasta ekki!
Glóin