Tuesday, 1 July 2008

On the road again...

úff, best að koma sér aftur formlega af stað :-)
Hef sossum verið að halda mér í horfinu, en ekki verið nógu dugleg að halda öllu í rútínu.
Nú verð ég að halda vel á spöðunum, enda frí og útilegur endalaust næstu vikurnar! Og þá verður barasta að búa til e-ð prógramm til að fara eftir, svo að vigtin fari ekki í vitleysu :-)
Þessi vika á að vera svona hreyfingarlega séð:

Þriðjudagur
Hádegi: lyfta efri hluti
Kvöld: Göngutúr/hjólatúr í amk 40 mínútur

Miðvikudagur
Morgunn: Lyfta neðri hluti
Kvöld: Ganga/skokk 40-60 mín

Fimmtudagur:
Morgunn: Brennsla 60 mín

Föstudagur
Hádegi: Lyfta efri hluti

Verð svo í ferðalagi um helgina, en stefni á amk útiskokk... Vonandi kemst ég líka í ræktina :-)

Hvað mataræðið varðar, þá hef ég eiginlega ekki nógu gott plan :-(
Jú, hafragrautur á morgnana, hrökkbrauðssneið eða ávöxtur í millimál, og svo velja hollt úr hlaðborðinu í vinnunni í hádeginu (ekki erfitt sko :-))
Seinni partinn þarf ég að koma inn e-u prótínríku (kaupa eas dót eða skyr) og reyna að halda kvöldmatnum hollustusamlegum.

Ef e-r veit um hollan skyndibitastað á þjóðvegi 1 þá má hinn sami endilega láta mig vita!!!
Gló í gír

2 comments:

Lilja said...

Velkomin aftur í átaksheima, líst vel á þig ;)

Anonymous said...

Þú varst að spyrja um lyftingarnar, já ég lyfti yfirleitt 3 x í viku, finnst það bara passlegt fyrir mig!! En nei ég veit ekki um neinn hollan skyndibita á þjóðvegi 1, því miður!! Gangi þér vel!!! :)