Wednesday, 5 September 2007

2 dagar án námskeiðs

Og gengur ennþá ágætlega. Hef að vísu ekki komist í hreyfingu (geeeeeeðveikt að gera í vinnunni) en mataræðið er í fínu lagi... Kannski að kolvetnin séu í hærri kantinum samt, en það helgst líka af mikilli vinnu (og því hvað hægt er að ná sér í í ákveðnum radíus frá skrifstofunni)
Stefni svo á að byrja á LFL námskeiðinu á mánudag, búin að draga vinkonu mína með og hlakka bara til :-)
En matseðill dagsins var svona:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og sultu
10:30 2 hrökkbrauðssneiðar með osti
12:30 Heilsunúðlur m. kjúkling
15:00 Banani og nokkur vínber
19:00 Grjónagrautur

Ákkúrat núna er ég að berjast við að ráðast ekki á e-ð gúmmulaði úr eldhúsinu... Spurning um að fá sér vatnsglas...
Bkv. Glóin

3 comments:

Lilja said...

Dugleg ertu stelpa ;) Flott hjá þér að standa þig svona vel.

Anonymous said...

Mikið skil ég þig vel, kvöldin eru ansi erfið, en þú ert að standa þig vel og gangi þér rosalega vel! :)

Anonymous said...

*kvitt* :)