Og gengur ennþá ágætlega. Hef að vísu ekki komist í hreyfingu (geeeeeeðveikt að gera í vinnunni) en mataræðið er í fínu lagi... Kannski að kolvetnin séu í hærri kantinum samt, en það helgst líka af mikilli vinnu (og því hvað hægt er að ná sér í í ákveðnum radíus frá skrifstofunni)
Stefni svo á að byrja á LFL námskeiðinu á mánudag, búin að draga vinkonu mína með og hlakka bara til :-)
En matseðill dagsins var svona:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og sultu
10:30 2 hrökkbrauðssneiðar með osti
12:30 Heilsunúðlur m. kjúkling
15:00 Banani og nokkur vínber
19:00 Grjónagrautur
Ákkúrat núna er ég að berjast við að ráðast ekki á e-ð gúmmulaði úr eldhúsinu... Spurning um að fá sér vatnsglas...
Bkv. Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Dugleg ertu stelpa ;) Flott hjá þér að standa þig svona vel.
Mikið skil ég þig vel, kvöldin eru ansi erfið, en þú ert að standa þig vel og gangi þér rosalega vel! :)
*kvitt* :)
Post a Comment