Bara á kafi í vinnu, sem veitir afskaplega lítinn tíma til bloggskrifa... Já, og æfinga líka. Var bara að klára vinnuna núna og treysti mér ekki út í skokk, klukkan orðin allt of margt.
Byrjaði á LFL námskeiðinu á mánudag. Líst bara vel á :-) Þekki líka gellurnar sem eru með þetta ágætlega, og treysti þeim til að píska mig áfram... Að vísu byrjar þetta ekki mjög gæfulega hjá mér ;-) Jújú, ég fór í Body Shape tíma í gær og stóð mig með prýði, en missti af upphafsmælingunni í dag þar sem fundurinn sem ég var á tafðist :-(
Vonandi sér Ester aumur á mér og treður mér í mælingu á morgun. Það er nefnilega ferlega sálrænt að fá upphafsmælingu (þó ég sé nýbúin að fá lokamælingu á hinu námskeiðinu...) og mér finnst ég ekki vera almennilega byrjuð fyrr en mælingin er frá.
Mataræðið hefur verið fínt að mestu :-) Nammidagurinn teygðist að vísu aðeins um síðustu helgi (spilar inn í að ég var að byrja á blæðingum) en ég er almennt í hollustunni í vinnunni og oftast heima líka.
Dagurinn í dag leit svona út:
7:00 2 ristaðar brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu, tebolli
10:00 Hrein ab-mjólk m. rúsínum
12:40 Ristuð samloka m. skinku og osti
16:00 Banani og hafrakexkaka
19:00 1/2 subway í honey Oat brauði, m. kalkún og heeeeelling af grænmeti. Sleppti að sjálfsögðu öðrum sósum en sinnepi ;-)
Úff, þegar ég les þetta yfir, þá sé ég að þarna er hellingur af brauði :-/... s.s. ekki alveg príma seðill. En samt engin óhollusta, og ég kenni annríki um (þ.e. að í vinnunni er ekki um mjög margt að velja og ég komst ekki út sem og að ég kom ekki nógu snemma heim til að elda kvöldmat = kallinn "eldaði" subway á línuna...)
Þá er bara að undirbúa sig betur fyrir næstu daga!
Stefni ótrauð á body shape á morgun :-)
Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það var líka brauðdagur hjá mér í dag, en þegar ég skoðaði kolvetnayfirlitið var það ekki alveg alslæmt samt.
Skil þig afskaplega vel með að vilja upphafsmælingu, það bara tilheyrir ;) Hlakka til að fylgjast með þér í þessu ;)
Post a Comment