Friday, 11 January 2008

Föstudagur til f...

Vonandi ekki til fitu ;-)
Gærdagurinn gekk fínt :-) Smá breyting á matarplaninu, fékk s.s. lífræna súpu frá Gló í staðinn fyrir frá Manni lifandi. En hún var amk mjög góð og örugglega holl líka. Var svo á löngum fundu eftir hádegið og missti af kaffinu, svo það leið nokkuð langt milli hádegissúpu og kvöldsúpu.
Kvöldsnarlið varð svo vatnsmelóna.
Og ég fór út að skokka með mælinn góða :-) Á 40 mínútum sagði hann mig hafa brennt 300 kcal. Sem er bara ágætt :-) Og meðalpúlsinn var 142 sem er held ég ásættanlegt

Annars er allt í góðum gír :-) Að vísu er alltaf morgunkaffi í vinnunni á föstudögum, og þá ræðst á mig freistingin sem ég get ekki staðist: BRAUÐ
En ég fékk mér s.s. 3 (litlar) nýbakaðar brauðsneiðar með osti og sultu, og passaði mig sérlega vel að horfa fram hjá sætabrauðinu ;-) Með þessu drakk ég svo ávaxtasafa og te.

Restin af deginum á að vera svona:
10:30 banani
12:30 afgangur af fiskisúpu
15:00 Skyrdós
19:00 Heimasteiktir hamborgarar með grænmeti, sinnepi og léttmayo
Kvöldsnakk: Poppkorn og ávextir.

Ég kemst líklega ekkert í ræktina í dag (kallinn í aðgerð sem gerir hann óhæfann til barnfóstrustarfa næstu daga) en reyni e-ð að hreyfa mig á morgun.

Og á morgun er líka nammidagur :-)
Það kemur mér annars á óvart hve stuttan tíma það tekur að ná súkkulaðinu út úr systeminu, mig langar bara ekkert í þegar ég geng hér framhjá fullum konfektskálum :-)

En á nammidegi leyfi ég mér ýmislegt annað en nammi, s.s. smjör á brauð, rjóma í sósur og að borða eiginlega bara pasta og brauð ;-)

En þar til næst,
Kolvetnafíkillinn Gló

1 comment:

Anonymous said...

Eigðu góðan nammidag. :D