Monday, 14 January 2008

Ný vika og ný tækifæri

Tók vel á því um helgina, það er í átinu ;-) Hreyfingin varð hins vegar næstum engin... Ja, svona eins og hægt er að hreyfa sig ekki með 3 litla grísi í heimili.

Í dag byrja ég á nýju námskeiði. Þegar ég verð komin með upphafsmælingu þá set ég mér markmið og finn e-r verðlaun :-)

Þetta byrjar samt ekki mjög gæfulega því ég verð að skrópa á fyrsta fundinum... En svona er þetta bara stundum, þegar maður er með familíu og vinnu.

Matseðill dagsins skal vera:
07:00 2 ristaðar brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:30 Skyrdós
12:30 Salat með túnfiski
15:00 Banani og hrökkbrauðssneið
19:00 Spagettí og hakk afgangur, með salati.
21:00 Melóna eða epli

Ef veðrið verður ekki þeim mun leiðinlegra þá ætla ég að reyna að komast aðeins út í labbitúr með vagninn, en sé annars ekki fram á að komast í ræktina í dag.
Fer samt fersk í fyrramálið, fyrir vinnu og stefni á að lyfta aðeins.
Glóin

3 comments:

Anonymous said...

Kvitt kvitt. :)
Gangi þér vel!

Anonymous said...

Glæsilegt hjá þér skvís ;)
Ef ég mætti ráðleggja eitthvað þá myndi ég ráðleggja þér að svissa hádegismat og kvöldmat, þe salatið um kvöldið.. og ekkert eftir kvöldmat. Og 4ra tíma matarhlé milli 15 og 19 er svakalega langur tími! Ég myndi detta ærlega í það eftir svona langa föstu. Blabla nú er ég farin að skipta mér af ;-)
kv.Auður

Gló said...

Ábendingum af þessu tagi er vel tekið sko :-)
Já, í nýrri vinnu, þann 1. febrúar, þá verður þessu svissað ;-) Það er nefnilega ekki neitt almennilegt að borða í vinnunni sem ég er í núna, en á nýjum stað verður mötuneyti, og því "hægt" að borða í hádeginu, og hafa léttari kvöldmat :-)
En eníveis, takk fyrir þetta :-)