Hvað af þessu blog-dóti virkar best? Ég get ekki skráð mig inn nema einstaka sinnum, og get ekkert breytt síðunni :-(
En ég er ekki dottin út úr átakinu samt ;-) Þarf bara að færa það.
Eníveis, síðasta vika tókst vel, fram á föstudag :-( Þá datt ég gjörsamlega í kolvetnin, brauð, pizza, brauð... Hef smá afsökun vegna mikils álags í vinnu og óreglulegs svefns, en auðvitað á ég ekki að leyfa mér að nota svoleiðis afsakanir. Helgin var ágæt, nokkur "svindl" á nammidaginn, en gærdagurinn mjög stabíll:
07:00 Polar extrem með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Appelsína
12:00 Boost, úr vanilluskyri, berjablöndu og hálfum banana
15:00 1/2 polar extrem með 4 sneiðum af kalkúnaskinku, sinnepi og tómat
19:00 Svínakótelettur marineraðar með soyasósu, appelsínum ofl., grillaðar á pönnu og bornar fram með kartöflum.
Hreyfing var af skornum skammti um helgina, nema í sleðadrætti ;-) Fór út að renna með strákunum á laugardag, og dró sleða endalaust oft upp brekkur...
Dagurinn í dag:
Kemst ekki í rækt, er að reyna að klára í gömlu vinnunni minni... en mataræðið:
07:00 polar extrem með osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Kea skyr
12:00 Salat með kjúkling
15:00 Hrökkbrauð, epli og kotasæla
18:30 Soðin ýsa og kartöflur, ásamt salati.
Á morgun fer ég í upphafsmælingu á námskeiðinu :-)
Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Af þeim bloggveitum sem ég hef prófað hefur wordpress reynst mér best. Það hefur sína annmarka en overall er það mjög gott. :) Finnst sérstaklega gaman að það sé hægt að setja undirsíður.
Hvar færðu kalkúnaskinku? Langar mikið í þannig. Finnst alltaf bara reykt og þá kjúklinga!
Gangi þér vel skvísa. :)
Ég keypti kalkúnaskinkuna í Hagkaup, rándýr frá Ammríku...
Þeir eru líka oft með þykka bunka af kjúklingaáleggi í Bónus, sem ekki er reykt.
Glóin
Já, óreykta kjúklingaskinkan er nú bara vibbi, enginn vöðvi, bara eitthvað smá kjöt og svo hlaup liggur við. *æl*
ohh þetta var s.s. ég. Blogger notar alltaf sjálfkrafa eitthvað eldgamalt google indentity sem ég man ekkert eftir að hafa átt. *dæs*
Post a Comment