Tuesday, 22 January 2008

Upphafsmæling

Ómæ... Það var sossum eins og mig grunaði, ég var aðeins búin að bæta á mig frá síðustu vigtun...

En er nákvæmlega jafn þung og í september. Sem er minna en í ágúst ;-)

En tölurnar ljúga víst ekki, og nú er bara að taka á honum stóra sínum. Ég þarf að missa 12 kg til að komast í "mína" þyngd. Ég ætla að reyna að skipta þessu í e-r stig, t.d. hugsa ég að það sé mátulegt að reyna að missa 6 kg á þessum 12 vikum sem námskeiðið er. Það á alveg að takast, ef ég druslast til að gera þetta af viti.

Ég er alveg búin að móta planið í huganum, skrifa það niður þegar ég næ e-m botni í þetta bloggdót... Ég stefni svo á að komast í "fullswing" þegar ég byrja í nýju vinnunni, og kemst þar í ræktina á hverjum degi :-)

Annars fór ég í ræktina áðan og lyfti vel í "Hraðbrautinni" í Laugum. Ágætt að fara þar þegar maður hefur ekki mikinn tíma, tekur á öllum vöðvum, og tekur ca 35 mínútur að fara 3 hringi.

Mataræði dagsins er ca svona:
07:00 Polar extrem m. léttosti og sykurlausri sultu, te
10:00 Banani
13:00 Skyr.is drykkur og hrökkbrauðsneið m. léttum smurosti
15:30 Fátt um fína drætti í eldhúsinu í vinnunni... Líklega skyr samt
18:30 Mér er boðið í matarboð í kvöld, svo ég veit ekki alveg hvað verður í kvöldmatinn. Ég verð bara að reyna að borða skynsamlega af því sem í boði er :-)

Á morgun fer ég út að borða í hádeginu, á Vox. Stelpudúllurnar í vinnunni sem ég er að hætta í ætla að bjóða mér :-) Það er svoooo góður matur þar, og að mestu hollur (sushi, salat ofl...) en eftirréttirnir, OMG! Er að hugsa um að leyfa mér að smakka á Creme brulee inu aðeins, það er bara best í heimi :-) Verð þess vegna að brenna vel á móti!!!

Glóin

2 comments:

Anonymous said...

Hmm... ég var búin að kommenta en það hefur bara horfið! Jæja, vona allavega að þér gangi vel og að þú hafir skemmt þér á Vox. :)

Lilja said...

Og koma svo, meira blogg ;)