Thursday, 21 February 2008

Fiskiveisla hvað...

Reyndi að kaupa fisk á fiskiveislu Nóatúns í gær... nema allur fiskurinn var uppseldur ;-) Ja, nema ýsa í raspi og fiskibollur... Svo að ég keypti ýsu í raspi. Borðaði bara lítið af henni og þeim mun meira grænmeti :-)

En dagurinn í dag er svona:
07:00 Polar extrem með sultu og osti
10:00 Skyr.is með bláberjum
12:00 Blómkálssúpa (lítið) og rauðspretta með hrísgrjónum og grænmeti (á fundi úti í bæ)
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku og kotasælu
18:30 Tortillas með hakki og grænmeti

Lítur allt í lagi út, og mér gengur ágætlega að bústa upp prótínið :-) Svo er líka fínt að fá fisk 2 daga í röð... Finnst fiskur æði, en borða hann ekki nógu oft þar sem synirnir vilja helst bara soðinn eða steiktan, enga rétti eða sollis gúmmulaði ;-)

Er með matarboð í kvöld, en ætla að reyna að fara og brenna aðeins í kvöld. Tékka á þessum nýja þætti á Skjá 1 og sjá hvort hann er ekki ágætur til brennsluáhorfs niðri í Turni ;-)

Hef ekkert "svindlað" undanfarnar 2 vikur, og finn hvað sykurþörfin minnkar hratt :-) Verð hins vegar í smá vandræðum annað kvöld þar sem ég fer í Pizzupartý (Dominos, ekki heimabakað :-/) sem telst víst varla hollt... Get eiginlega ekki skrópað, og yrði illa séð með nesti ;-)
Ówell, ég reyni bara að borða lítið!!!
Glóin

2 comments:

Lilja said...

Fiskur er góður. Ég var með fisk í raspi í gær, bara svona heimagerðu ;) En hvaða þátt ertu að tala um?

Skemmtu þér vel í pizzuveislunni :D

Gló said...

"Life" heitir hann... S.s. var að byrja í gær á S1
Bkv. G