Monday, 18 February 2008

Ómæ, týndi blogginu mínu :-)

Og þá meina ég það bókstaflega ;-)
Ég var að skipta um vinnu og skipta um tölvu, og allt fór í vesen
Þ.e. fyrst fann ég ekki síðuna sjálfa, og síðan neitaði síðan alfarið að kannast við mig ;-)
En vonandi er það nú komið í lag!!!
Er þvílíkt mótiveruð þessa dagana, er í "keppni" í vinnunni um hver missir mest, og eins er ég enn á fullu í LFLK :-)
Eftir að WC opnaði í Turninum er mun auðveldara fyrir mig að skjótast.
Hef haldið mig alveg við "gott" mataræði nema 1 dag í viku, og látið kvöldnasl eiga sig. Hins vegar á ég ekki vigt svo ég veit ekki hvort þetta skilar e-u fyrr en í næstu viku, þegar ég verð vigtuð og mæld í LFLK, þá eftir 6 vikur af aðhaldi.
En gærdagurinn var svona:

07:00 Polar extrem með sykurlausri sultu og osti, te
11:30 Pasta með grænmeti og brauðsneið (jebb, of mikið kolvetni, en ég var í brönsj-i... ekkert hollara í boði)
16:00 Brauðréttur m. grænmeti og skinku (ok, aftur ekki sérlega holt, en var í barnaafmæli og ekkert hollara í boði... er aðallega ánægð með að ég stóðst allar kökurnar ;-))
19:00 Spagettí bolognese. Ógó holt að ég held... Þ.e. 7% nautahakk, kotasæla, gulrætur, brokkolí, laukur, tómatar (ferskir og úr dós), hvítlaukur og sveppir ásamt heilhveiti pasta.

Fór svo út að ganga með henni Búríu, og við gengum í tæpan klukkutíma og svitnuðum vel :-)

Í morgun hafði ég mig á fætur kl. 5:50 og rauk í turninn, tók 45 mín á orbinu og svo magaæfingar.

Og mataræðið:
07:00 skyrdrykkur (2 dl.) með wheetaflakes
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kjúklingaáleggi og kotasælu

Planið fyrir afgang dagsins:
12:00 Salatbar frá Hagkaupum
15:00 skyr.is drykkur og ávöxtur
19:00 Spagettí bolognese (jebb, eldaði það mikið að afgangurinn er í kvöld ;-))

Var svo búin að lofa grísunum að fara með þá í sund eftir vinnu, svo ég næ mér í smá hreyfingu þar :-)

Og hey, ég er komin með einkaþjálfara :-) Við gellurnar í vinnunni náðum okkur í þjálfara sem við hittum 2x í viku :-)

Bless í bili, Glóin

1 comment:

Lilja said...

Jej, gaman að sjá þig aftur á blogginu. Svo er það svo sætt á litin ;)

Er rosa ánægð með World Class í Turninum, styttir leiðina fyrir mig helling... allavegana ef ég ætla ekki í hóptíma... sem ég fer ekki aftur í í bráð :Þ