Wednesday, 20 February 2008

Ótrúlegt að það sé strax kominn miðvikudagur!

Jæja, gærdagurinn breyttist töluvert frá plani... Ekki til hins verra endilega, en hann varð öðruvísi. Vinkona mín kom óvænt að heimsækja mig í hádeginu í gær, svo ég sleppti ræktinni og fór með henni og fékk mér kjúklingasúpu. Svo virðast synirnir haldnir e-m svakalegum sundáhuga þessa dagana, svo að við fórum aftur í sund í gær. Ég hlýt amk að hafa nýtt allmargar hitaeiningar í þessum kulda ;-).
S.s. hitaeiningarnar urðu svipað margar og áður var planað en hreyfingin minni.
Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 polar extrem brauð með osti og sultu, tebolli
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar með kotasælu og kjúklingaskinku
13:30 Hakkið góða (ja, eða ég vona amk að það sé enn gott ;-))
16:00 Skyr og banani
19:00 Soðin ýsa, kartöflur og grænmeti

Fer og hitti einkaþjálfarann í hádeginu, og lyfti á efri hluta :-)

Annars finnst mér ég vera að grennast... Vona bara innilega að það sé rétt hjá mér ;-) Það veitir amk ekki af að fötin fari að passa mér betur. Ég vona bara að það gerist sæmilega hratt núna, hef almennt átt ótrúlega erfitt með að missa e-r kíló, þó að ég borði "rétt" og æfi eins og hestur. En nú í vor ætla ég að halda upp á afmælið mitt í lok apríl með pompi og pragt, og eins er útskriftarafmæli úr menntaskóla í maí, svo ég SKAL vera komin í mína þyngd, eða amk nálægt henni á vordögum. Það eru 10 vikur í afmælið mitt, og þá væri ég ótrúlega til í að vera búin að ná af mér 6-7 kg. Reunionið er svo eftir 14 vikur, og þá væri fínt að vera búin að ná af 8-9 kvikindum... Síðustu 3-4 svo farin af þegar ég fer í sumarfrí um miðjan júlí. En ef þetta á að gerast þá verð ég að halda ótrúlega vel á spöðunum. Get það vel, hef gert það áður og hlýt að geta aftur...
Knús í bili, Glóin

3 comments:

Anonymous said...

Við getum rifið þessi helv. kg af okkur:-)

Hvernig gekk í mælingunni?

kv
Slaufa

Gló said...

Ég fer ekki fyrr en í næstu viku í mælinguna... Fór nebblega í upphafsmælinguna viku of seint :-)
G

Lilja said...

Ekki spurning að þú getur þetta. Ætla sko að vera með og rífa af mér kílóin fyrir vorið.