Ekki var það neinn léttingur :-(
Mér finnst ógó fúlt að léttast bara ekki þó að ég sé ógó dugleg í mataræði og hreyfingu :-/
Eeeeen jákvæðu punktarnir eru að ég missti 8 cm og 2 fitu%. Og er reyndar á blæðingum sem gæti skýrt að ég léttist ekkert. En nú er bara að halda ótrauð áfram :-) Ég finn alveg vöðvana stækka og að vöxturinn er að breytast, svo nú er um að gera að missa ekki móðinn :-)
Gærdagurinn var fínn æfingalega, og framan af matarlega ;-) Fór nebblega í saumaklúbb og smakkaði aðeins á gúmmulaðinu... En lét nammið og kökurnar vera
Matseðillinn var:
07:00 Polar extrem með osti og sultu
09:30 Mangó
12:30 skyr.is og samloka m. kjúklingaskinku og osti
15:30 1dl vanilluskyr, 1/2 dl. weetaflakes
18:30 eggjakaka úr 2 eggjum og 1 kartöflu, 1/2 polar extrem
21:30 Gullostur, og hollustueplakaka (epli, spelt, hrásykur, rúsínur) og ávextir
Hreyfningin var lyfting á efri hluta með þjálfaranum :-)
Í dag er maturinn svona:
07:00 Hafragrautur (3,5 dl) með léttmjólk
10:00 Skyr.is
12:30 salat, túnfiskur og kotasæla
15:30 Hrökkbrauð með kjúklingaskinku
18:30 Soðin ýsa
Ætla að reyna að komast í brennslu seinni partinn, á meðan millistykkið mitt er í afmæli :-)
Sjáum bara hvernig það gengur ;-)
Bkv. Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já bara vera jákvæður og halda áfram. Ef við borðum rétt og hreyfum okkur þá endar þetta bara á einn veg :)
2 % af fitu er nú bara nokkuð gott.
Maður er svo innstilltur á vigtina. En oft er vigtin og fitu% ekki alltaf að haldast í hendur. Fólk getur misst fleiri kg og engan fitu%.
Gangi þér vel
Já þú ert greinilega að grennast þó svo að það sjáist ekki á vigtinni strax. Dugleg bara.
Post a Comment