Wednesday, 29 August 2007

Allir ferskir...

Í rigningunni :-)
Fór út að skokka/labba með vinkonu minni í rigningunni í gærkvöldi. Var að í rúman klukkutíma, og kom heim blaut inn að beini. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað rigningin er góð ;-) Stauraskokkið er allt að koma, er farin að ná 2-3 bilum á hlaupum á móti einu á labbi.

Sökum anna í vinnunni í gær þá komst ég aldrei í síðdegishressinguna... En borðaði kjötsúpu með bestu lyst (og hætti áður en ég varð södd...) og hámaði grænmeti með henni. Svo var að vísu íspinni í eftirrétt, og ég lét undan þrýstingi og fékk mér einn :-/ Þetta er fyrsta eiginlega svindlið mitt í átakinu (tel fyrirfram ákveðna nammidaga ekki með) en vonandi hef ég brennt amk meirihlutanum af honum með skokkinu.

Dagurinn í dag lítur vel út, morgunmatur hið týpíska ristaða brauð með 17% osti og sultu, það bíður mín banani með morgunkaffinu, og svo fer ég út að borða í hádeginu á Vegamót. Þar er nefnilega hægt að panta mjög hollan mat :-)

Stefni svo á námskeiðið í dag, og rest af kjötsúpu í kvöldmat.

Túrílú
Glóin

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert rosa dugleg, gaman að lesa bloggið þitt eins og annarra sem eru að standa sig vel! Gangi þér rosalega vel! :)

Lilja said...

Flottur dagurinn í gær. Mér finnst þið svo duglegar sem nennið að skokka úti ;)

Anonymous said...

Tek undir með Lilju - ég hef ekki fundið þessa löngun til að skokka úti. Veit að það er einhver minnimáttarkennd líka :Þ En.. rosalega dugleg þú. Sniðugt þetta með staurana.. verð að muna eftir því þegar ég verð búin að telja í mig kjark til að hlaupa úti.

Anonymous said...

Dugleg ertu, það er um að gera að láta rigninguna ekkert á sig fá, svo verður maður líka svo ánægður með sig að hafa drifið sig út alltaf.
Þú mátt alveg bæta mér á tenglalistann, ég bæti þér á minn ;)
Kveðja Króna