Tuesday 28 August 2007

Upp og niður...

Úff, ég hef ekki komist í 2 námskeiðstíma í röð núna... Fyrst kom kallinn of seint úr vinnunni á föstudaginn, og svo var ég föst í umferð í gær og missti af tímanum... Fyrirfram hefði ég nú kallað umferðarteppu ekki gilda afsökun á Íslandi ;-)
Einnig hefur verið afskaplega mikið að gera í vinnu og einkalífi, svo ég hef ekki komist í aukatíma.
En það þýðir ekki að sýta það, verð bara að halda áfram! Hef verið dugleg að labba og skokka, stefni einmitt á hlaupahring í kvöld.
Hef að mestu passað mataræðið, datt aðeins í kolvetnin á föstudag (ekkert nammi/kökur samt, bara mikið af brauði) og var með löngu skipulagðan nammidag á laugardag. Stóð mig nú ekki sérlega vel í nammiátinu samt... Náði að borða 1/2 prinspóló en drakk soldið rauðvín og 2 breezera. Tókst svo að halda mér í skefjum á sunnudaginn, þrátt fyrir stórt afmælisboð með MÖRGUM tertum. Fann hollan brauðrétt og ávexti, og hélt mig bara í því.
En matseðill gærdagsins var svona:

07:00 Lífrænt jógúrt með wheataflakes
10:00 Banani
12:30 Skyr.is og 2 hrökkbrauðssneiðar m. 17% osti, gulrót og brokkolí
15:00 Epli og nokkur vínber
19:00 Steiktur fiskur (lítil olía), kartöflur, laukur, kotasæla og dijon sinnep (ógó góð sósa, dijon og kotasæla blandað saman)

Drakk nokkra lítra af vatni og slatta af tei, held mig enn frá kókinu!!!

Dagurinn í dag er svona só far:
07:30 2 ristaðar brauðsneiðar m. 17% osti og sykurlausri sultu
10:00 Skyr.is
12:30 afgangur af steiktum fiski og kartöflum

Stefni á gulróta/appelsínusafa sem síðdegishressingu, og verð svo með kjötsúpuboð í kvöld. Kjötsúpan er nokkuð sölt, en holl að öðru leyti :-) Sérstaklega þar sem ég sleppi almennt kjötinu úr súpunni, en er þeim mun duglegri í grænmetinu...

Svo er það bara námskeiðið á morgun, og svo síðasta viktun á föstudag.

Glóin

3 comments:

Lilja said...

Dugleg að standasta allar terturnar ;) Leitt að þú hafir ekki komist á námskeiðið, en þá er bara að halda áfram. Maður má ekki missa allt niður þó svo eitthvað gangi ekki upp stundum ;)

Anonymous said...

Hæhæ, þú ert svaka dugleg. Endilega skelltu þér á danska ef þú ert að pæla í því, það svoleiðis rjúka allavega sentimetrarnir af mér! :)

Anonymous said...

Dugleg þú, það getur verið ótrúlega erfitt að standast tertur og kræsingar daginn eftir nammidag, kannast vel við það! :)