Friday, 17 August 2007

Áframhald...

Ja, gærdagurinn fór nú ekkert rosalega vel í mataræðinu ;-)
Svindlaði ekki mikið, en borðaði ekki nægt prótín
En matseðlillinn varð s.s. svona:
13:00 Subway m. túnfisk og fullt af grænmeti
15:30 Prótínbar (herbalife)
17:30-19:30 (Var sko með kaffiboð...) Brauð, ostur, lifrarkæfa, vínber, gulrætur, sellerí og brokkolí. Var nokkuð ánægð með að standast kökur og annað sætmeti, og kókbindindið heldur ennþá :-) Borðaði ekki mikið af þessu, var svona að narta og kaffi og kvöldmatur runnu saman.
21:00 Jarðaber og skyr.is m. vanillu, 2 hafrakex
Náði engri rækt í gærkvöldi :-/

Vatnsdrykkjan er enn í góðum málum.

Ég er diet-gos fíkill dauðans, en ákvað s.s. að hætta því fyrir 17 dögum síðan. Mér er farið að líða aðeins betur núna, en omg, þetta eru engin smá fráhvörf!!! Ég þamba vatn, te og kaffi í staðinn, og er líka farin að fá mér tölvuvert af sódavatni með frosnum ávöxtum út í. Ég stefni á að halda þessu bindindi sem lengst enda er ég viss um að aukaefnin og sætuógeðið er ekki hollt fyrir mann.
Ég er einnig markvisst að sleppa sætuefnum úr öðrum mat, og vel því frekar t.d. sykrað skyr en með aspartami. Aðeins fleiri kaloríur, en "tómur" sykur sem hægt er að brenna af.

Mæti fjallhress í átakið mitt í kvöld :-) Mér finnst barasta skemmtilegt að hugsa til þess að ég "á " að mæta á ákveðnum tíma, merkt við og allt ;-) Ég er hins vegar ekki mjög bjartsýn á að komast í ræktina um helgina, sé samt til hvort ég get skvísað e-u inn.
Kveðja, Glóin

No comments: