Thursday, 16 August 2007

Einu sinni, einu sinni ennnnnnnnn....

Er komið að átaki...
Hef aldrei á minni lífsfæddu ævi verið jafn þung án þess að vera ólétt, og þarf að missa amk 15 kíló.
Það skrítna er að mér finnst óhollur matur vondur (djúpsteikt, hamborgarar oþh) og get mjög auðveldlega sleppt nammi. Eins finnst mér ógó gaman í ræktinni... En af einhverjum mjög skrítnum ástæðum þá druslast ég ekki í rætkina og raða í mig einhverjum óþverra.
En nú er farið af stað einu sinni enn.
Ég ákvað að byrja á aðhaldsnámskeiði í 4 vikur, og er nú búin með viku af því. Bara fínt, góðir tímar, fínt að fá aðhald í mætingu og mataræði til að koma sér af stað. Það er að vísu bara viktað á 2ja vikna fresti, en skv. viktinni í búningsklefanum er ég búin að missa 1 kg á þessari viku. Sem er ekkert mjög slæmt...
En ég ætla að pósta matardagbókinni minni hingað inn, og það væri fínt að fá komment (veit t.d. að ég borða almennt of mikið af kolvetnum.
Knús, Glóin

No comments: