Thursday 30 August 2007

Svangur dagur í dag...

Sumir dagar eru bara svoleiðis! Ég er búin að vera svöng frá því ég vaknaði, og millibitarnir gera ekki djakksjitt!
En gærdagurinn var alveg í samræmi við plan
07:00 Ristað brauð (2 sneiðar) með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:00 Banani
12:30 Kjúklingasalat
15:00 Skyrdós
19:00 Kjötsúpa og grænmeti

Fór líka á námskeiðið mitt og svitnaði vel.

Í dag er ég s.s. svöng ;-)

07:00 Ristaðar brauðsneiðar (2) með 17% osti og sykurlausri sultu, te
10:00 3 hrökkbrauðssneiðar með léttu
12:30 heilsuloka með grænmeti og kjúklingabringu (frá Laugum, ógó gott!!!)
15:30 Skyrdós (reyna að hemja hungrið með prótíni...)

Í kvöld verð ég svo með speltpasta og hakk, og fer svo í saumó í kvöld :-) Stefni á grænmeti og ávexti þar. Ætla samt fyrst út og skokka soldið.

Á morgun verður svo síðasta (og 3ja) mælingin á námskeiðinu. Fúlt að það sé einmitt daginn eftir "svanga" daginn minn :-/

En það verður fróðlegt að sjá (þar sem ég á ekki vigt sjálf)

Glóin

1 comment:

Lilja said...

Kannast alveg við svona svanga daga. Er einmitt fegin hvað ég hef verið ósvöng núna síðan ég byrjaði í átakinu eftir sumarfríið. Myndi ekki segja að þetta séu saddir dagar, því ég er ekkert að finna fyrir seddu allan daginn. En ég er ekki svöng, bara mátuleg ;)