Jájá, aftur kominn mánudagur :-)
Ætla ekkert að skrifa inn matseðil helgarinnar. Hann var samt mjög hófstilltur, hélt mig frá sælgæti og annarri óhollustu, og smakkaði bara pinkuponsusneið af marenstertu í afmæli í gær :-)
Kókbindindið heldur líka áfram.
Það verður viktun í ræktinni á eftir, fróðlegt að sjá hvort kílóin láta e-ð undan ;-)
Hef haldið mig við það að hreyfa mig e-ð á hverjum degi, fór meira að segja út að skokka í gærkvöldi kl. 9:30... Bara svo að ég missti ekki dag úr. Skokkið mitt helgast nú samt mest af ljósastauraskokki só far...
En matseðill dagsins er:
07:00 Wheataflakes með fjörmjólk
09:00 Tebolli
12:15 Boost (jarðarberjaskyr, banani, lúka af frosnum berjum)
15:00 Hafragrautur (e-r svona skyndi, lífrænn og gasalega góður... hver pakki inniheldur 130 kcal)
Fer svo í ræktina núna kl. 17:35, og stefni svo á soðna ýsu í kvöldmatinn :-)
Bestu kveðjur, Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment