Jæja, einhver leiðindi á Blogger í gær, svo að ég komst ekkert hérna inn.
En á þriðjudaginn fór ég s.s. í Spinning og OMG, hvað ég svitnaði!!! Hef ekki farið í spinning í mörg ár, og var eiginlega búin að gleyma hvað þetta getur verið gaman. Stefni á að fara aftur í næstu viku.
Mætti fjallhress á námskeiðið mitt í gær, þar var að vísu bara 1/2 tími, og svo spjall... Hefði alveg verið til í meiri brennslu.
Mataræðið í gær klúðraðist eiginlega... Það er nefnilega venjulega hægt að kaupa skyr í vinnunni, en það var búið í gær og ég hafði ekki tíma til að fara út í búð. Svo voru kallarnir búnir með kvöldmatinn þegar ég kom heim :-/
En matseðillinn var svona:
07:00 2 ristaðar grófar brauðsn. með osti og sykurlausri sultu, te og heilsutvenna
10:30 2 sneiðar melóna, vínber, sódavatn
12:30 Grilluð langloka m. kjúklingaskinku og osti, nokkrar baby-carrots
15:30 Banani
19:30 Létt ab mjólk með wheataflakes
Yfir daginn drakk ég svo ca 3 lítra af vatni og 4 tebolla.
Dagurinn í dag verður e-ð skrautlegur.
Byrjaði helst til snemma, og ég er upptekin í hádegi (get þess vegna ekki ráðið hádegismat, og ekki farið í rætkina) og í kvöld er ég líka að fara í matarboð. Stefni samt á að fara út að skokka eftir vinnu/fyrir boð. Elsti sonurinn vill nefnilega endilega fá kellinguna með sér út að hlaupa :-) Um að gera að verða við því.
Bless í bili
Glóin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Dugleg þú!
Já, spinning getur verið skemmtilegt.. allavega svitnar maður alveg ruglmikið alltaf :-)
Gangi þér áfram vel!
-Auður
hvernig varstu í fótunum eftir spinning - mig langar svo að fara í þessa tíma
Ætla að taka þig til fyrirmyndar í vatnsdrykkjunni, það er hvort sem er svo vont kaffi í nýju vinnunni að það er eiginlega bara fíflalegt að vera að pína það í sig :-P
Ekkert slöpp í fótunum eftir spinningið sko... en rassinn... það er sko allt önnur ella ;-)
Greinilega ekkert verið að hugsa um þægindin þegar sætin á spinninghjól eru búin til...
Glóin
Ekkert slöpp í fótunum eftir spinningið sko... en rassinn... það er sko allt önnur ella ;-)
Greinilega ekkert verið að hugsa um þægindin þegar sætin á spinninghjól eru búin til...
Glóin
Dugleg ertu, ótrúlega gott hjá þér að hætta í aspartaminu:) Fylgist með þér hérna og hvet þig áfram.
Til hamingju með bloggið. Ætla sko að fylgjast með þér ;) Veit að þú stendur þig rosa vel.
Gangi þér rosalega vel, kv. 75kg
Post a Comment