Friday, 31 August 2007

Húrra fyrir föstudögum!!!

Þessi ætlar samt að verða soldið erfiður, brjálað að gera í vinnunni, og ég illa sofin :-/
Gærdagurinn gekk fínt, fékk mér að vísu grænmetis- og kjúklinganúðlur í stað hakks og spagettís, en það ætti ekki að vera stóri munurinn.
Í gærkvöldi fór ég svo í saumó til vinkonu minnar og var mjög ánægð með að ég stóðst allar freistingar og hélt mig í ávöxtunum. Fékk mér að vísu 5 doritos-flögur, en það var eiginlega bara óvart...
Og áður en ég fór til hennar tók ég 45 mínútna skokkrúnt, brjálað stuð hjá mér með Millana í eyrunum :-) Það var líka svo fallegt veður.

Dagurinn í dag byrjaði ágætlega, en það er matarþurrð í ísskápnum í vinnunni (get keypt mér mat) svo að restin af deginum verður e-ð púsl.
09:00 2 brauðsneiðar með 17% osti og sykurlausri sultu
11:00 1 brauðsneið með osti (ekki til neinir ávextir :-()
12:30 2 hrökkbrauðssneiðar m. kjúklingaskinku, 1 dós skyr.is
Ég veit ekki alveg hvað ég finn mér svo í síðdegishressingu, en í kvöld fer ég í pizzupartý. Það virðist e-n vegin vera þannig að á föstudögum borða ég mest megnis brauð. Ég vona að það hafi e-ð að segja að ég vel áleggið vel, borða gróft brauð og sleppi öllu sætmeti. En líklega er það bara ekki nóg :-/
Við sjáum samt hvað vigtardruslan segir á eftir ;-)
Glóin

2 comments:

Anonymous said...

Vonandi verður vigtin ógó góð við þig! Þú ert svo dugleg að þú átt það nú aldeilis skilið! :)

Lilja said...

Já, spennandi að sjá hvernig vigtunin kemur út ;D

Merkilegt hvað maður er misstefndur eftir dögum. Ég átti einmitt svona þreyttan dag... eða kannski það sé ekkert svo merkilegt... fór náttúrulega frekar seint að sofa eftir saumóinn í gær og svo var hellingur að gera í vinnunni.